PGA golfkennaraskólinn útskrifar 9 nemendur

Í dag útskrifuðust 9 golfkennaranemar úr Golfkennaraskóla PGA á Íslandi, og fá þannig fullgild golfkennararéttindi, en Golfkennaraskólinn er með full réttindi til að útskrifa golfkennara, samkvæmt stöðlum PGA‘s of Europe.

Útskriftarnemar 2012 ásamt kennurum

Þeir sem útskrifuðust voru : Árni Páll Hansson GR, Birgir Leifur Hafþórsson GKG, Björn Kristinn Björnsson GK, Erla Þorsteinsdóttir GS, Heiðar Davíð Bragason GHD, Hlynur Geir Hjartarson GOS, Ingibergur Jóhannsson NK, Nökkvi Gunnarsson NK og Rögnvaldur Magnússon GBO.

Árni Páll fær viðurkenningur frá Jóni Ásgeiri

Tvö verðlaun voru veitt fyrir framúrskarandi árangur. Hlynur Geir Hjartarson fékk viðurkenningu fyrir besta einkakennsluprófið. Viðurkenningu fyrir hæstu meðaltalseinkunn úr golftækni og tímaseðlum fékk Árni Páll Hansson.

Hlynur Geir fær viðurkenningu frá Jóni Ásgeiri

Með þessum 9 aðilum hefur skólinn þá útskrifað 29 nemendur, frá því hann hóf göngu sína árið 2006 og 45 aðilar hafa full kennararéttingi innan vébanda PGA á Íslandi.

This entry was posted in Golfkennaraskólinn. Bookmark the permalink.

Comments are closed.