SNAG golfleiðbeinanda námskeið

Magnús Birgisson

Magnús Birgisson

Í dag föstudaginn 13. mars fór fram SNAG golfleiðbeinanda námskeið í Hraunkoti í umsjón Magnúsar Birgissonar PGA golfkennara. Magnús hefur unnið af krafti að útbreiðslustarfi golfíþróttarinnar í gegnum SNAG en um 200 manns hafa komið á námskeið hjá Magnúsi og lært að kenna SNAG. Þátttakendur á námskeiðinu voru frá Golfklúbbi Suðurnesja, Höfn í Hornafirði, Garðaskóla í Garðabæ, Selfossi, GKG og Golfklúbbi Reykjavíkur.

Stærstur hluti íslenskra PGA golfkennara hafa lokið SNAG leiðbeinenda námskeiði og m.a. hafa 8 af 11 útskriftarnemum Golfkennaraskóla PGA lokið námskeiðinu.

SNAG stendur fyrir Starting New At Golf og berst nú hratt um heiminn. SNAG hefur aukið möguleika á útbreiðslu golfsins til muna en með SNAG búnaði er hægt að gera golfkennsluna enn skemmtilegri og einfaldari. SNAG er stundað bæði innan- og utandyra og henta skólalóðir og íþróttasalir vel fyrir kennsluna.

Hópurinn fylgist vel með

Hópurinn fylgist vel með

SNAG er stundað á ansi mörgum stöðum víðs vegar um landið, m.a. á leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, á sjúkrastofnunum, elliheimilum, hjá golfklúbbunum og svo mætti lengi telja.

SNAG er því stór og veigamikill þáttur í ennfrekari útbreiðslu íþróttarinnar og á PGA kennarinn Magnús Birgisson mikið hrós skilið fyrir sinn þátt í útbreiðslunni.

Á Facebook síðu PGA á Íslandi má sjá fleiri myndir frá námskeiðinu.

This entry was posted in PGA. Bookmark the permalink.

Comments are closed.