Úrslit í PGA ProAm mótinu 2015

Hið árlega PGA ProAm mót fór fram í blíðskapaveðri á Leirdalsvellilnum í dag. Mótið fer fram með þeim hætti að PGA meðlmiður er liðststjóri og spila með honum þrír aðilar frá fyrirtæki sem styrkir samtökin með þátttöku í mótinu. PGA meðlimurinn spilar sínum bolta og er mótið liður í PGA mótaröðinni á Íslandi. Hinir þrír aðilarnir spila texas scramble.

Úrslitin í mótinu urðu eftifarandi:

1. sæti í liðakeppni, lið Heimsferða skipað þeim Herði Hinrik Arnarssyni, Guðrúnu Viktorsdóttur og Gunnari Guðjónssyni. Þau spiluðu á 55 höggum nettó

Sigurhollið

 

 

 

 

 

2. sæti í liðakeppni, lið Nýjerja skipað þeim Ragnari Þó Ragnarssyni, Seini K. Ögmundssyni og Lárusi Long, þeir spiluðu á 56 höggum nettó

2. sæti

 

 

 

 

 

3. sæti í liðakeppni, lið Þekkingar skipað þeim Héðni Gunnarssyni, Jóni Þó Gunnarssyni og Stefáni Jóhannessyni á 60 höggum

Í keppni PGA meðlima urðu þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafur Loftsson jafnir á 66 höggum. Jafnir í þriðja til fjórða sæti urðu þeir Úlfar Jónsson og Þórður Gissurason á 70 höggum.

Nándarverðlaun hlutu eftirfarandi:

  • 2. hola, Birgir Leifur Hafþórsson 121 cm
  • 4. hola, Helgi Dan, 250 cm
  • 9. hola, Jón Þór Gunnarsson 145 cm
  • 11. hola, Emma Guðrún Victorsdóttir 205 cm
  • 12. hola, Yngvi Sigurjónsson 50 cm
  • 17. hola, Jón Árni 209 cm

Lengsda upphafshögg PGA meðlims átti Birgir Leifur Hafþórsson og hún Hómfríður  Einarsdóttir átti lengsta högg áhugamanna.

PGA á Íslandi þakkar öllum þeim fjölmörgu fyrirækjum sem tóku þátt og styrktu með þeim hætti samtökin.

This entry was posted in PGA. Bookmark the permalink.

Comments are closed.