PGA golfkennaranám hefst í janúar næstkomandi

Næsti árgangur PGA golfkennaraskólans hefst í janúar 2017 og lýkur í lok árs 2019. Kennt verður eftir nýju kerfi sem ber heitið EELS (European Education Level System) og hefur verið þróað í fimm ár af PGA í Evrópu. Námið byggist upp í þrem hlutum: Tækni, þjálfun/ kennslu og viðskiptahluta.
Fyrsta önnin er opin öllum þeim sem hafa náð 18 ára aldri og geta lesið og skrifað á ensku. Að lokinni fyrstu önninni verða nemendur leiðbeinendur barna og unglinga. Inntökuskilyrði á aðra önn eru forgjöf 7,4 (karlar) og 10,4 (konur). Fyrir sjöttu og síðustu önnina verða nemendur að hafa forgjöf 4,4 (karlar) og 7,4 (konur) ásamt því að skila inn skorkortum (Playing Ability Test) með golfhringjum spiluðum á viðurkenndum mótum þar sem árangurinn þarf að vera hámark +15 (karlar) og +20 (konur) yfir SSS vallar í tveimur hringjum. Viðurkennd mót eru t.d. á mótaröð GSÍ og mót á vegum PGA á Íslandi. Stjórn skólans áskilur sér rétt til að skoða forgjöf umsækjenda á golf.is. Ekki verður hægt að hefja nám á síðustu önninni ef þessi skilyrði eru ekki uppfyllt.

Kynningarfundur verður haldinn 18. október kl. 20.00 í húsakynnum ÍSÍ, 3. hæð

Nánari upplýsingar veitir Andrea Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri PGA á Íslandi, s: 615-9515, netfang: andrea@pga.is

This entry was posted in PGA. Bookmark the permalink.

Comments are closed.