Aðalfundur PGA 2017

Síðastliðinn laugardag, 21. janúar hittust PGA meðlimir á aðalfundi félagsins sem haldinn var í húsakynnum GKG að þessu sinni. Venjan hefur verið sú að nota tækifærið á þessum degi, fræðast meira og hafa gaman. Í ár var það körfuboltaþjálfarinn Pálmar Ragnarsson sem hélt fyrirlestur um þjálfun barna og unglinga. Pálmar hefur náð frábærum árangri með þeirri aðferðafræði sem hann beitir og kynnti fyrir félagsmönnum. Flottur fyrirlestur og mun án efa nýtast við störf golfþjálfaranna í framhaldinu. Nýráðinn landsliðsþjálfari Jussi Pitkanen kynnti sig og þá framtíðarsýn sem hann hefur á afreksgolfi landsins. Mjög áhugavert og mikilvægt fyrir þjálfarana að hitta hann og byggja grunn að góðri samvinnu. Að auki fór fram hin árlega púttkeppni sem að þessu sinni var undir stjórn Jussi og var það fráfarandi landsliðsþjálfari Úlfar Jónsson sem bar sigur úr býtum. Fyrir það hlaut Úlfar hina margrómuðu grænu peysu ásamt gjafabréfi hjá Álafoss.

IMG_0989Það helsta sem fór fram á aðalfundinum var að Hlynur Geir Hjartarson formaður fór yfir skýrslu stjórnar og Andrea Ásgrímsdóttir framkvæmdastjóri fór yfir reikninga félagsins og lagabreytingar. Eftirfarandi aðilar voru kosnir í stjórn félagsins 2017: Agnar Már Jónsson, Birgir Leifur Hafþórsson, Helgi Anton Eiríksson, Hlynur Geir Hjartarson, Hulda Birna Baldursdóttir, Karl Ómar Karlsson, Nökkvi Gunnarsson, og Sturla Höskuldsson.

IMG_0991Að auki skrifuðu formaður PGA, Hlynur Geir og forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson undir þriggja ára samning um samstarf félaganna og hlakkar félagið til að eiga áframhaldandi gott samstarf við Golfsambandið.

 

 

Í lokin voru eftirfarandi veitt verðlaun fyrir árangur ársins:

PGA meistari ársins/stigameistari:
(Stigameistari PGA. Sá aðili innan PGA sem nær bestum árangri (lægsta skor, óháð kyni) á Íslandsmótinu í höggleik.).
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

PGA kylfingur ársins:
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

PGA öldungameistari ársins:
Sigurður Hafsteinsson.

PGA kennari ársins:
Derrick Moore

Verðlaun fyrir PGA mótaröð, styrkt af Samsung.
Björgvin Sigurbergsson
Sigurpáll Geir Sveinsson
Heiðar Davíð Bragason

Þar sem Ólafía var að undirbúa sig á Bahamas fyrir sitt fyrsta mót á LPGA mótaröðinni mun henni verða afhent verðlaunin við betra tækifæri.

Derrick Moore, afreksþjálfari GKG var valinn kennari ársins af félagsmönnum og er það í þriðja skiptið sem hann hlýtur þann titil.

Sigurður Hafsteinsson hafði betur í baráttu við Sigurð Pétursson og hlaut fyrir vikið titilinn PGA öldungameistari ársins 2016.

Samsung mótaröðin svokallaða var á dagskrá fyrir félagsmenn og voru það Björgvin, Sigurpáll og Heiðar Davíð sem voru í efstu þrem sætunum. Fyrir það fengu þeir allir Samsung síma og þakkar félagið Samsung kærlega fyrir þeirra stuðning.

Innilegar hamingjuóskir til þeirra allra!

IMG_0996 IMG_0998

This entry was posted in PGA. Bookmark the permalink.

Comments are closed.