Golfkennaraskóli PGA og GSÍ viðurkenndur af PGA’s of Europe

Fréttatilkynning

Golfkennaraskóli PGA og GSÍ  viðurkenndur af PGA

Á ársþingi PGAs of Europe sem haldið var í Murcia á spáni 10. til 14. nóvember var íslenski PGA golfkennaraskólinn formlega viðurkenndur af PGA samtökunum. Að sögn Arnars Más Ólafssonar skólastjóra PGA skólans er þetta mjög mikilvægur og merkilegur áfangi. “Af þeim löndum í Evrópu sem eru aðilar af PGA eru eingöngu 19 lönd sem hafa fengið skólana sína viðurkennda. Þetta er ferli sem er búið að taka okkur tæp 4 ár og hafa margar hendur lagt mikið á sig til að ná þessum áfanga.”

Golfkennaraskólinn hefur verið í viðurkenningarferli hjá EPGA síðan skólinn var settur árið 2005.  Viðurkenningin felur það í sér að þeir nemendur sem lokið hafa námi og þeir sem munu ljúka námi hafa evrópuréttindi til golfkennslu.  Þetta er stórt skref og mikil viðukenning fyrir skólann.  Þetta staðfestir það að skólinn hefur tilætluð gæði og stöðugleiki er tryggður. Skólinn hefur útskrifað 20 nemendur á síðustu þremur árum.  Þessir einstaklingar eru að vinna að uppbyggingu íþróttarinnar, kenna einstaklingum, þjálfa hópa og lið, vinna að rannsóknum og þróunarvinnu auk þess að sinna störfum  í golfklúbbum landsins og fyrir Golfsambandið.

PGA á Íslandi, samtök atvinnukylfinga, er aðili af PGAs of Europe sem hefur það meginmarkmið að samhæfa og tryggja hágæða kennslu í golfi ásamt því að stuðla að almennri framþróun golfíþróttarinnar.  Innan aðildafélaganna eru um það bil 15.000 golfkennarar og eru nú 60 félagsmenn í PGA á Íslandi.

(á mynd frá vinstri til hægri: Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri PGA á Íslandi; Tony Bennett, framkvæmdastjóri kennslumála hjá PGA, Arnar Már Ólafsson, skólastjóri Golfkennaraskólans; Leif Ohlson, stjórnarmaður PGA og Ingi Þór Einarsson íþróttafræðingur PGA á Íslandi.)

Agnar Mar Jonsson

Framkvæmdastjóri

PGA  á Íslandi

This entry was posted in Fréttatilkynningar. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.