Endurmenntun, stutta spilið

Endurmenntun 2010

“Köfum dýpra í stutta spilið”

Samantekt á þriggja daga endurmenntunarnámseiði frá sænska PGA:

“Advanced Short Game”

Umsjón: Sturla Höskuldsson

Hraunkoti

Laugardaginn 4. desember, kl. 9:00-16:00

Verð: 5.000 kr.

ATH. Skyldumæting fyrir alla nemendur skólans (2.500 kr.)

Námið er fyrir alla sem vilja auka kunnáttu sína um stutta spilið, kafa dýpra í fræðin á bakvið tæknina og samtímis bæta sinn eigin leik!

Stutta spil þeirra bestu er skoðað þar sem stuðst er við rannsóknarvinnu Viktor Gustavssons og Henrik Lundqvist fyrir sænska PGA, þar sem margir af bestu kylfingum Evrópumótaraðarinnar voru mældir í “Trackman” og video-myndaðir í leit að samnefnurum í tækni þeirra.  Út frá þessu eru mynduð einskonar “sveiflumódel” fyrir öll hin mismunandi högg stutta spilsins.  Nýjar aðferðir líta dagsins ljós og farið verður yfir hvernig við getum nýtt okkur ýmsar aðferðir og hjálpartæki, bæði við greiningu og kennslu nemanda okkar.

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt, þannig að það nýtist einnig þeim sem bara vilja bæta sinn eigin leik.  Þetta verður mjög skemmtilegt námskeið sem enginn forvitinn golfkennari ætti að láta fram hjá sér fara.

Sendið skráningu á agnarj@simnet.is eða sturla.hoskuldsson@golfstorepro.com

This entry was posted in Endurmenntun. Bookmark the permalink.

Comments are closed.