Golfklúbbar á Norðurlandi vestra leita eftir golfkennara

Núna eins og s.l. sumar eru golfklúbbarnir á Norðulandi vestra að leita eftir golfkennara fyrir sumarið. Þetta eru Golfklúbbur Sauðárkóks , Golfklúbbur Skagastrandar og Golfklúbburinn Ós, Blönduósi.
Okkar hugmyndir eru þær að vera með golfkennara yfir sumarmánuðina í fullu starfi fyrir þessa þrjá klúbba. 3-1-1 þ.e. 3 dagar á Sauðárkróki og einn á Skagaströnd og Blönduósi í viku hverri. Golkennarinn yrði væntanlega staðsettur á Sauðárkróki en það tekur rúmlega hálftíma að keyra frá Sauðárkróki á Blönduós eða Skagaströnd. Við erum fyrst og fremst að horfa til frekari uppbyggingu á unglingastarfi klúbbanna í þessu samhengi en að sjálfsögðu er líka inni í þessu kennsla fyrir hinn almenna kylfing einnig. Þörfin á þessu er klárlega fyrir hendi. Golfklúbbur Sauðárkróks hefur lengi haldið úti öflugu barna-og unglingastarfi og s.l. sumar sendi klúbburinn m.a. sveitir bæði í stráka- og stúlknaflokki í sveitakeppni GSÍ 15 ára og yngri í Þorlákshöfn. Ekki hefur verið skipulagt unglingastarf á Blönduósi og Skagaströnd á undanförnum árum en mikill vilji er fyrir því að koma því í gang.
S.l. sumar var Golfklúbbur Sauðárkróks með kennara sem kom tvisvar í mánuði og var þá í 4 daga í einu. Klúbbarnir á Blönduósi og Skagaströnd fengu ekki reglulegar heimsóknir golfkennara en eitthvað var um að félagar kæmu í almenna kennslu á Sauðárkróki.

Klúbbarnir eru opnir með það að skoða alla þá möguleika sem eru í boði.

Allar nánari upplýsingar veitir Hjörtur Geirmundsson á Sauðárkróki í síma 8217041 / hjortur@fjolnet.is

This entry was posted in Störf. Bookmark the permalink.

Comments are closed.