PGA ProAm 2011

PGA Pro/Am mótið fyrir árið 2011 verður haldið hjá Keili fimmtudaginn 23. júní. Byrjað verður á léttu morgunverðarhlaðborði kl. 8.00 og ræst verður út af öllum teigum kl. 9.00.

Hvert holl hefur á að skipa einum PGA meðlimi sem jafnframt er liðsstjóri ásamt þremur öðrum aðilum. Karlar spila af gulum teigum og konur af rauðum. PGA meðlimurinn spilar út sínum bolta en hinir þrír spila betri bolta, Texas Scramble. Með þeim hætti getur PGA aðilinn aðstoðað sína menn við leikskipulag ásamt því að gefa viðkomandi aðilum endurgjöf að leik loknum eða í leik ef viðkomandi óskar. Að leik loknum er boðið upp á léttar veitingar ásamt verðlaunaafhendingu. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir efstu lið í liðakeppninni.

Verð pr. Keppenda er kr. 16.000,- innifalið er:

  • Morgunverðarhlaðborð
  • 4 tíma spil með PGA Pro
  • Farið yfir leikskipulag
  • Endurgjöf að leik loknum eða í leik ef viðkomandi óskar.
  • Léttar veitingar að leik loknum
  • Glæsileg verðlaun í boði

Mótið er haldið í tengslum við Íslensku mótaröðina í golfi og er haldið í samstarfi við GSÍ og GK.

Skráning fer fram á netfanginu skraning@pga.is

This entry was posted in Mót. Bookmark the permalink.

Comments are closed.