Hótel Heklu bikarinn 2011

PGA mót með Ryder fyrirkomulagi

George Duncan (hægri), fyrirliði Breta, fær afhentan Ryder bikarinn af viðskiptajöfrinum Samuel Ryder árið 1929. (Getty Images)

Hótel Heklu bikarinn er haldinn í fyrsta sinn af PGA á Íslandi en keppnin er með Ryder sniði og verður haldin föstudaginn 16. september og laugardaginn 17. september.  Fyrri daginn verður keppt í holukeppni með betri bolta á Hellu,  og seinni daginn verður keppnin færð yfir til Þorlákshafnar og þar verður höggleikur með texas scramble fyrirkomulagi.

Segja má að ákveðin kynslóðarskipti hafi orðið hjá PGA á Íslandi þegar ný stjórn var kjörin 2009 með Sigurpál Geir Sveinsson sem formann og verður liðskipan í þeim andanum því skipt verður í eldra lið og yngra lið.

Yngra liðið skipar:

 • Björgvin Sigurbergsson
 • Einar Lyng Hjaltason
  Heiðar Davíð Bragason
 • Ingi Rúnar Gíslason – Liðstjóri
 • Jóhann Hjaltason
 • Nökkvi Gunnarsson
 • Sigurpáll Geir Sveinsson

 

Eldra liðið skipar:

 • Árni Páll Hansson
 • Hörður Hinrik Arnarson
 • Ingibergur Jóhansson
 • Jón Þorsteinn Hjartarson
 • Magnús Birgisson – Liðstjóri
 • Ólafur Hreinn Jóhannesson
 • Úlfar Jónsson

Vodafone er sérstakur styrktaraðili mótsins og Hótel Hekla hefur gefið forlátan bikar sem keppt er um ásamt því að hýsa keppendur á meðan móti stendur.

Að loknu móti verður árshátíð PGA haldin á hótelinu þar sem veitt verða verðlaun fyrir afrek ársins ásamt því að PGA meistarinn 2011 verður krýndur.

Þeir Úlfar Jónsson og Sigurpáll Geirsson eru efstir og jafnir í PGA meistaramótinu eftir fjögur mót ársins og  munu þeir spila bráðabana áður en keppni hefst til að skera úr um það hvor þeirra verður krýndur PGA meistari.

This entry was posted in Mót. Bookmark the permalink.

Comments are closed.