PGA mót með Ryder fyrirkomulagi

George Duncan (hægri), fyrirliði Breta, fær afhentan Ryder bikarinn af viðskiptajöfrinum Samuel Ryder árið 1929. (Getty Images)
Hótel Heklu bikarinn er haldinn í fyrsta sinn af PGA á Íslandi en keppnin er með Ryder sniði og verður haldin föstudaginn 16. september og laugardaginn 17. september. Fyrri daginn verður keppt í holukeppni með betri bolta á Hellu, og seinni daginn verður keppnin færð yfir til Þorlákshafnar og þar verður höggleikur með texas scramble fyrirkomulagi.
Segja má að ákveðin kynslóðarskipti hafi orðið hjá PGA á Íslandi þegar ný stjórn var kjörin 2009 með Sigurpál Geir Sveinsson sem formann og verður liðskipan í þeim andanum því skipt verður í eldra lið og yngra lið.
Yngra liðið skipar:
- Björgvin Sigurbergsson
- Einar Lyng Hjaltason
Heiðar Davíð Bragason - Ingi Rúnar Gíslason – Liðstjóri
- Jóhann Hjaltason
- Nökkvi Gunnarsson
- Sigurpáll Geir Sveinsson
Eldra liðið skipar:
- Árni Páll Hansson
- Hörður Hinrik Arnarson
- Ingibergur Jóhansson
- Jón Þorsteinn Hjartarson
- Magnús Birgisson – Liðstjóri
- Ólafur Hreinn Jóhannesson
- Úlfar Jónsson
Vodafone er sérstakur styrktaraðili mótsins og Hótel Hekla hefur gefið forlátan bikar sem keppt er um ásamt því að hýsa keppendur á meðan móti stendur.
Að loknu móti verður árshátíð PGA haldin á hótelinu þar sem veitt verða verðlaun fyrir afrek ársins ásamt því að PGA meistarinn 2011 verður krýndur.
Þeir Úlfar Jónsson og Sigurpáll Geirsson eru efstir og jafnir í PGA meistaramótinu eftir fjögur mót ársins og munu þeir spila bráðabana áður en keppni hefst til að skera úr um það hvor þeirra verður krýndur PGA meistari.