Landslið atvinnumanna tekur þátt í Evrópukeppni PGA

 

Landslið Íslands skipað atvinnumönnum í golfi hefur leik í dag í Evrópukeppni landsliða sem haldin er í Portúgal. Keppnin fer fram á Vale do Lobo golfvellinum, hún er haldin af PGA‘s of Europe og eru aðalstyrktaraðilarnir Ryder Cup og Glenmuir. Spilaðir eru fjórir hringir og eru 23 landsliðsem taka þátt.

Úlfar, Sigupáll og Ólafur

Íslenska landsliðið er skipað þeim Úlfari Jónssyni sem er liðsstjóri ásamt þeim Sigurpáli Geir Sveinssyni og Ólafi H. Jóhannessyni. Landsliðið spilaði æfingahring í dag og að sögn Úlfars, þá er völlurinn mjög krefjandi, miklar rigningar undanfarna daga gera hann þungan þar sem boltinn stöðvast nánast þar sem hann lendir. Þar sem völlurinn er töluvert langur þá þýðir ekkert annað en að vera vel á boltanum. Flatirnar taka vel við þannig tilfinningin er engu að síður góð eftir æfingahringinn, öll umgjörð er til fyrirmyndar og það ríkir eftirvænting í liðinu að hefja leik.

Þeir Úlfar, Sigurpáll og Ólafur unnu sér þátttöku rétt með því að vera þremur efstu sætunum á PGA meistaramóti Íslands sem haldið var síðasta sumar.

This entry was posted in Atvinnuspilarar. Bookmark the permalink.

Comments are closed.