Sigurpáll kennari ársins, Hlynur Geir kylfingur árssins og Ólafur PGA meistari

Sigurpáll, Ólafur Jóhannesson og Agnar Már

Sigurpáll, Ólafur Jóhannesson og Agnar Már

Á aðalfundi PGA á Íslandi sem haldinn var síðastliðinn laugardag kynnti matsnefnd PGA val sitt á kennara ársins 2012 og kylfing ársins 2012.

Sigurpáll Geir Sveinsson var valinn kennari ársins en við matið var stuðst við árangur í starfi þ.e. þeir titlar sem nemendur viðkomandi unnu til á árinu ásamt vinnu við uppbyggingu og útbreiðslustarfi á barna-, unglinga- og almenningsstarfi. Þá þarf viðkomandi að sýna fagleg vinnubrögð í anda PGA og vinna í þágu PGA og GSÍ.

Hlynur Geir Hjartarson var valinn kylfingur ársins en hann hefur sýnt mikla seiglu í gegnum árin og náð frábærum árangri hér heima og með landsliðinu. Í sumar útskrifaðist hann sem PGA kennari og hefur lyft grettistaki sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss og hefur þannig sýnt að hægt að ná frábærum árangri sem kylfingur á meðan menn eru önnum kafnir í sinni vinnu. Var hann meðal annars stigameistari 2012 á Eimskipsmótaröðinni og er það fyrst og fremst fyrir þann árangur Hlynur Geir var valin kylfingur ársins.

Þá var Ólafur Jóhannesson krýndur PGA meistarinn 2012 sem sigurvegari PGA mótaraðarinnar en á síðasta aðalfundi PGA var ákveðið að láta mótið vera leikið sem stigamót en ekki sem 72 holu höggleik. Mótin áttu að vera fjögur en enduðu þrjú þar sem lokamótinu var frestað vegna veðurs. Úrslit efstu manna urðu eftirfandi:

  1. Sæti Ólafur Hreinn Jóhannesson – 4132,5 stig – PGA Meistari 2013
  2. Sæti Ingi Rúnar Gíslason – 3765 stig
  3. Sæti Sigurpáll Geir Sveinsson – 2550 stig
  4. Sæti Árni Páll Hansson – 2325 stig
  5. Sæti Jón Karlsson – 2295 stig
This entry was posted in Viðurkenningar. Bookmark the permalink.

Comments are closed.