PGA golfkennaraskólinn – umsóknarfrestur framlengdur

Búið er að framlengja umsóknarfrestinn í PGA golfkennaraskólann.

Næsti árgangur hefst í janúar 2017 og lýkur í lok árs 2019. Kennt verður eftir nýju kerfi sem kallast EELS (European Education Level System) og hefur verið þróað í nokkur ár af PGA í Evrópu. Námið byggist á þrem þáttum: Teaching and Coaching – the Game – the Industry.

Athugið að einnig er boðið upp á einnar annar nám fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér golfkennslu á grunnstigi. Nánar hér.

Áhugasamir hafi samband við Andreu Ásgrímsdóttur í síma 615-9515 eða á andrea@pga.is

This entry was posted in PGA. Bookmark the permalink.

Comments are closed.