Golfkennaraskólinn fer af stað í haust!

Golfkennaraskólinn hefst í haust og lýkur að vori 2020. Kennt verður eftir nýju kerfi sem kallast EELS (European Education Level System) og hefur verið þróað í nokkur ár af PGA í Evrópu. Námið byggist á þrem þáttum: Teaching and Coaching – the Game – the Industry.

1. önnin, öllum opin. Í lokin verða nemendur leiðbeinendur barna og unglinga.

Fyrsta önnin er opin öllum þeim sem hafa náð 18 ára aldri og geta lesið og skrifað á ensku. Námið er fyrir þá sem hafa áhuga á að afla sér þekkingar á golfkennslu á grunnstigi. Önnin hefst í september 2017 og lýkur í desember sama ár. Um er að ræða fjórar lotur, langar helgar (föstudagur, laugardagur og sunnudagur). Námskeiðið er fyrsti hluti af lengra PGA golfkennaranámi. Á námskeiðinu verður t.d. farið yfir eftirfarandi þætti í sambandi við barna og unglingakennslu:

  • Kennslufræði
  • Siðfræði
  • Öryggi
  • Að skipuleggja og halda golfviðburð
  • Fjármálalæsi fyrir kennara
  • Viðskiptamódel golfkennslu
  • Golftækni fyrir byrjendur
  • Skipulag golftíma
  • Golfbúnaður fyrir börn
  • Snag

Fyrir einungis fyrstu önnina er verðið 340.000 kr.

Heildarnámið – Viðurkenndur PGA golfkennari

Námið er þriggja ára lotunám þar sem kenndar eru fjórar langar helgar á önn. Viðmið fyrir forgjöf er 7,4 fyrir karla og 10,4 fyrir konur. Skila þarf inn skorkortum (Playing Ability Test)með golfhringjum spiluðum á viðurkenndum mótum þar sem árangurinn þarf að vera hámark +15 (karlar af hvítum teigum) og +20 (konur af bláum teigum).

Verð: 1.490.000 kr.

Umsókn um námið má finna hér og sendist til Andreu á netfangið: andrea@pga.is.

PGA er alþjóðlegt vörumerki sem er vel þekkt og stendur fyrir Professional Golfers´ Association. Námið sem PGA golfkennaraskólinn á Íslandi býður upp á er reglulega tekið út af PGA í Evrópu.

This entry was posted in PGA. Bookmark the permalink.

Comments are closed.