Haustþing PGA í Hraunkoti 15.-17. sept.

Dagana 15.-17. september er PGA með haustþingið sitt. Að þessu sinni fer það fram í Hraunkotinu.

Þar koma saman golfkennarar landsins til að afla sér í endurmenntunar.

Mike Hebron PGA sem var útnefndur „Hall of fame teacher árið 2013“ kemur til landsins. Hebron er oftast kallaður „kennari golfkennarana“ Hann er mikils metinn sem fræðimaður á sviði golfþjálfunar og kennslu. Hann var upphafsmaður að koma á laggirnar þjálfunar og kennsluráðstefnu þar sem saman komu yfir 700 golfkennarar frá 14 löndum til að fjalla um hvað, hvernig og hvers vegna er best að læra og æfa golf.

Hann var að gefa út nýja bók sem hægt er að kaupa á Amazon. Bókin heitir LEARNING WITH THE BRAIN IN MIND ( mind sets before skill sets).

Hebron er mikilsvirtur í sínu fagi út um allan heim og hefur kennt meðal annars hjá PGA samböndum eins og í Ameríku, Sviss, Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Finnlandi, Kanada, Japan, Svíþjóð, Danmörku, Indlandi, Ástralíu, Englandi, Írlandi, Skotlandi og Wales og nú loksins er hann á leiðinni til Íslands.

This entry was posted in Endurmenntun. Bookmark the permalink.

Comments are closed.