Vel heppnað leiðbeinendanámskeið PGA á Íslandi

Leiðbeinendanámskeið á vegum PGA á Íslandi í samstarfi við GSÍ fór fram helgina 12.-13. maí á Korpúlfsstöðum. Átján áhugasamir kylfingar tóku þátt en námskeiðið var ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að leiðbeina börnum, unglingum og byrjendum í golfi.

IMG_1726

Laugardagurinn hófst með frábærum fyrirlestri frá Gunnari Hanssyni leikara en hann fór yfir framkomu á skemmtilegan og fróðlegan máta. Sturla Höskuldsson og Snorri Páll Ólafsson PGA kennarar tóku þá við og sáu um kennsluna báða dagana. Þeir fóru meðal annars yfir öryggisatriði við þjálfun, grunnatriði og tækni golfsveiflunnar og yfirferð á kennslu golfreglna og golfsiða. Mesta áherslan var þó lögð á gerð tímaseðla fyrir æfingar og framkvæmd þeirra æfinga. Þá var skipt upp í hópa þar sem þátttakendur skipulögðu og framkvæmdu æfingu annars vegar fyrir börn og hins vegar fyrir byrjendur. Snorri og Sturla fylgdust vel með og komu með uppbyggilega gagnrýni og ráðleggingar í lok dags.

Námskeiðið gekk mjög vel og það ríkti mikil ánægja bæði meðal kennara og nemenda. PGA á Íslandi vill þakka öllum þeim sem hjálpuðu við að koma þessum viðburði á framfæri og þá sérstaklega þeim sem sáu sér fært um að taka þátt í helginni með okkur. Stefnt er að því að halda annað leiðbeinendanámskeið næsta vetur og gera enn betur.

IMG_1675IMG_1698IMG_1722

 

This entry was posted in PGA. Bookmark the permalink.

Comments are closed.