Aðalfundur PGA á Íslandi var haldinn 28. janúar síðastliðinni í Íþróttamiðstök Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Rétt um 70 manns mættu á fundinn en ásamt aðalfundi var Golfkennarskóli PGA með námshelgi. Dagurinn hófst með fyrirlestri Davide Mori og Marie Jeffrey en fyrirlestur þeirra var einnig hluti af dagskrá golfkennaraskólans. Að honum loknum hélt Daninn Thomas Danielsen fyrirlestur um andlega þjálfun kylfinga. Í kjölfarið fór aðalfundurinn fram þar sem fráfarandi formaður félagsins, Davíð Gunnlaugsson, fór yfir skýrslu stjórnar. Rúnar Arnórsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir ársreikninga og kynnti fjárhagsáætlun ársins. Fjórir einstaklingar gáfu kost á sér í stjórn félagsins en það voru þau Arnar Már Ólafsson, Björn Kristinn Björnsson, Grétar Eiríksson og Katrín Dögg Hilmarsdóttir. Þeir Davíð Gunnlaugsson, Karl Ómar Karlsson og Snorri Páll Ólafsson gáfu ekki kost á sér í endurkjör. Guðjón Grétar Daníelsson, Hallsteinn I. Traustson, Magnús Birgisson og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir voru kosin fyrir ári síðan til tveggja ára. Þessir átta einstaklingar mynda því stjórn félagsins árið 2023.
Í kjölfarið fór aðalfundurinn fram þar sem fráfarandi formaður félagsins, Davíð Gunnlaugsson, fór yfir skýrslu stjórnar. Rúnar Arnórsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir ársreikninga og kynnti fjárhagsáætlun ársins. Fjórir einstaklingar gáfu kost á sér í stjórn félagsins en það voru þau Arnar Már Ólafsson, Björn Kristinn Björnsson, Grétar Eiríksson og Katrín Dögg Hilmarsdóttir. Þeir Davíð Gunnlaugsson, Karl Ómar Karlsson og Snorri Páll Ólafsson gáfu ekki kost á sér í endurkjör. Guðjón Grétar Daníelsson, Hallsteinn I. Traustson, Magnús Birgisson og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir voru kosin fyrir ári síðan til tveggja ára. Þessir átta einstaklingar mynda því stjórn félagsins árið 2023.
Þrenn verðlaun voru veitt fyrir árið 2021.
Kosið var um kennara ársins þar sem félagsmenn tilnefndu PGA kennara og skipuðu eftirfarandi kennarar 4 efstu sætin (í stafrófsröð):
Arnar Már Ólafsson
Dagur Ebenezersson
Heiðar Davíð Bragason
Sigurpáll Geir Sveinsson
Eftir spennandi kosningu félagsmanna varð Arnar Már Ólafsson hlutskarpastur með rúmlega 30% atkvæða. Arnar Már Ólafsson er þar af leiðandi kjörinn PGA kennari ársins 2022.

Matsnefnd félagsins velur PGA kylfing ársins og var Guðmundur Ágúst Kristjánsson valinn að þessu sinni. Guðmundur Ágúst var ekki á landinu en eins og flestir eflaust vita vann hann sér inn þátttökurétt á DP World Tour mótaröðinni (Evrópumótaröðinni) með glæsilegri spilamennsku síðasta haus.

Að þessu sinni Hlynur Geir Hjartarson sem varð PGA Meistara ársins en þau verðlaun fær sá atvinnukylfingur sem endar á lægsta skorinu í Íslandsmótinu í höggleik.
PGA á Íslandi óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn!