Golfkennaraskólinn fer af stað í haust – opið fyrir umsóknir

Golfkennaraskólinn hefst í haust og lýkur að vori 2021. Kennt verður eftir nýju kerfi (European Education Level System) sem hefur verið þróað í nokkur ár af PGA í Evrópu. Námið byggist á þrem þáttum:

  •      Kennsla og þjálfun (Teaching and Coaching)
  •      Golfleikurinn (The Game)
  •      Iðnaðurinn (The Industry)

Hér má finna námsskrá EELS 

Inntökuskilyrði:

  • Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og geta lesið og skrifað á ensku
  • Hámarksforgjöf nemenda er 5,4 fyrir karla og 8,4 fyrir konur
  • Nemendur þurfa að standast spilahæfni PGA golfkennaraskólans (Playing Ability Test). Krafa er gerð að leika tvo hringi í röð á hámark samtals 15 (karlar) eða 20 (konur) yfir SSS vallar, leikið af hvítum (karlar) eða bláum (konur) teigum á mótum samþykktum af skólanefnd PGA (t.d. Eimskipsmótaröðinni).

Námið er þriggja ára lotunám, það hefst í október 2018 og lýkur í maí 2021. Kennt verður í fjórum lotum á önn og fer kennslan ávallt fram föstudegi til sunnudags.

Verð: 1.470.000 (490.000 kr. á ári)

Umsóknarfrestur er til 30. september. Umsókn má finna hér: https://docs.google.com/forms/d/10silkDbBf2tvd-adrkHT0uLgqnk9sSBWex6kn50n9Lw/viewform?edit_requested=true

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Ólafi Birni Loftssyni, framkvæmdastjóra PGA á Íslandi, í gegnum netfangið olafur@pga.is

PGA er alþjóðlegt vörumerki sem stendur fyrir Professional Golfers Association. Námið sem PGA golfkennaraskólinn á Íslandi býður upp á er viðurkennt af PGA í Evrópu og gefur alþjóðleg réttindi.

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir

Haraldur Franklín vann sér inn þátttökurétt á Opna breska!

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hefur unnið sér inn þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu sem fer fram á Carnoustie vellinum í Skotlandi 19.-22. júlí.

Haraldur-S

Haraldur keppti á úrtökumóti í dag á Princes vellinum í Englandi og endaði hann mótið í 2. sæti á 2 höggum undir pari. Einungis þrír kylfingar komust áfram úr mótinu en keppt var samtímis á 4 stöðum í Bretlandi. Tom Lewis frá Englandi endaði efstur á 4 höggum undir pari en hann á að baki einn sigur á Evrópmótaröðinni. Höggi á eftir Haraldi í 3. sæti lenti hinn frægi og sigursæli kylfingur, Retief Goosen frá Suður-Afríku.

Við óskum Haraldi innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur og hlökkum mikið til að fylgjast með honum keppa á móti bestu kylfingum heims eftir hálfan mánuð. Haraldur verður þá fyrstur íslenskra karlkylfinga til að leika á risamóti í golfi!

Posted in Atvinnuspilarar | Lokað fyrir athugasemdir

Stelpugolf fer fram 10. júní í GKG – Annika Sörenstam mætir

Stelpugolf 10. júní 2018

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir

Vel heppnað leiðbeinendanámskeið PGA á Íslandi

Leiðbeinendanámskeið á vegum PGA á Íslandi í samstarfi við GSÍ fór fram helgina 12.-13. maí á Korpúlfsstöðum. Átján áhugasamir kylfingar tóku þátt en námskeiðið var ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að leiðbeina börnum, unglingum og byrjendum í golfi.

IMG_1726

Laugardagurinn hófst með frábærum fyrirlestri frá Gunnari Hanssyni leikara en hann fór yfir framkomu á skemmtilegan og fróðlegan máta. Sturla Höskuldsson og Snorri Páll Ólafsson PGA kennarar tóku þá við og sáu um kennsluna báða dagana. Þeir fóru meðal annars yfir öryggisatriði við þjálfun, grunnatriði og tækni golfsveiflunnar og yfirferð á kennslu golfreglna og golfsiða. Mesta áherslan var þó lögð á gerð tímaseðla fyrir æfingar og framkvæmd þeirra æfinga. Þá var skipt upp í hópa þar sem þátttakendur skipulögðu og framkvæmdu æfingu annars vegar fyrir börn og hins vegar fyrir byrjendur. Snorri og Sturla fylgdust vel með og komu með uppbyggilega gagnrýni og ráðleggingar í lok dags.

Námskeiðið gekk mjög vel og það ríkti mikil ánægja bæði meðal kennara og nemenda. PGA á Íslandi vill þakka öllum þeim sem hjálpuðu við að koma þessum viðburði á framfæri og þá sérstaklega þeim sem sáu sér fært um að taka þátt í helginni með okkur. Stefnt er að því að halda annað leiðbeinendanámskeið næsta vetur og gera enn betur.

IMG_1675IMG_1698IMG_1722

 

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir

Leiðbeinendanámskeið PGA á Íslandi 12.-13. maí

Capture

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir