PGA golfkennaraskólinn – umsóknarfrestur framlengdur

Búið er að framlengja umsóknarfrestinn í PGA golfkennaraskólann.

Næsti árgangur hefst í janúar 2017 og lýkur í lok árs 2019. Kennt verður eftir nýju kerfi sem kallast EELS (European Education Level System) og hefur verið þróað í nokkur ár af PGA í Evrópu. Námið byggist á þrem þáttum: Teaching and Coaching – the Game – the Industry.

Athugið að einnig er boðið upp á einnar annar nám fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér golfkennslu á grunnstigi. Nánar hér.

Áhugasamir hafi samband við Andreu Ásgrímsdóttur í síma 615-9515 eða á andrea@pga.is

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir

Golfsamband Íslands auglýsir starf afreksstjóra 

gsi_logo_rgb-highres-x2

Golfsamband Íslands (GSÍ) leitar að afreksstjóra til starfa frá ársbyrjun 2017.

Verkefni Afreksstjóra eru á sviði afrekssviðs GSÍ og snúa að landsliðum Íslands, afreksstarfi unglinga og stuðningi við leikmenn í eða á leið í atvinnumennsku.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Vinna að framþróun afreksstarfs GSÍ

 • Samstarf við golfklúbba um þróun afreksmála

 • Setning árangursmælikvarða og markmiða

 • Þróa og fylgja eftir afreksstefnu GSÍ

 • Samstarf við afrekskylfinga um heildstæða þróun leikmanna

 • Afreksstjóri er ábyrgur fyrir rekstri afrekssviðs GSÍ

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Alþjóðleg reynsla af afreksgolfi

 • Hafa lokið PGA-námi

 • Þjálfun afrekskylfinga

 • Vilji og dugnaður til að þróa afreksgolf á Íslandi

 • Miklir samskiptahæfileikar

 • Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð

Umsókn, ásamt ferilsskrá, þarf að berast til GSÍ eigi síðar en 15. nóvember 2016 og skulu þær sendar á neðangreint póst- eða netfang:

Golfsamband Íslands
Engjavegi 6
104 Reykjavík

Upplýsingar um starfið veitir:

Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri
brynjar@golf.is
S: 514-4052

Posted in PGA, Störf | Lokað fyrir athugasemdir

Kynningarfundur PGA golfkennaraskólans 18. október

Þann 18. október kl. 20:00 fer fram kynningarfundur um PGA golfkennaraskólann. Á fundinum verður farið yfir uppbyggingu námsins og farið yfir helstu atriði sem lúta að náminu. Við hvetjum alla til að mæta sem hafa áhuga á að kynna sér málið nánar.

Við vekjum einnig athygli á því að fyrsta önnin er öllum opin (sem hafa náð 18 ára aldri og geta lesið og skrifað á ensku). Tilvalið fyrir t.d. aðila sem vilja læra grunnatriðin og geta kennt börnum og unglingum á réttan hátt.

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum ÍSÍ í Laugardalnum.

Vonumst til að ykkur sem flest!

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir

Haustþing PGA

Agnar Már Jónsson og David Barnwell

Agnar Már Jónsson og David Barnwell

Haustþing PGA á Íslandi fór fram dagana 23.-25. september á Selfossi. Mætingin var góð hjá félagsmönnum en haustþingið hefur verið fastur liður í starfi félagsins á undanförnum misserum. Dagskráin var fjölbreytt og farið var yfir ýmis mál sem koma inn á borð golfþjálfara á Íslandi. PGA kennarar fóru einnig yfir áhugaverða hluti úti á æfingasvæðinu með félagsmönnum.

Þessi viðburður hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem fastur liður í starfi félagsins. Á þinginu eru málin rædd, og nýjungar kynntar. Það er mikill áhugi hjá félagsmönnum að hittast á þessum árstíma, efla liðsheildina og viða að sér enn meiri þekkingu hvað varðar almenna golfkennslu og þjálfun afrekskylfinga.

David Barnwell og Agnar Már Jónsson voru heiðraðir fyrir þeirra framlag til félagsins og golfíþróttarinnar á Íslandi. David er einn af frumherjunum í þessu fagi og var til að mynda einn af þeim sem kom að stofnun PGA samtakanna á Íslandi. David hefur komið við sögu í árangri margra af okkar fremstu afrekskylfingum og hefur á undanförnum árum verið kjölfestan í öflugu afreksstarfi hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Agnar Már var lengi framkvæmdastjóri félagsins en lét af störfum síðastliðinn vetur. Agnar hefur með dugnaði sínum á undanförnum misserum hjálpað félaginu gífurlega og því er félagið á þeim stað sem það er í dag. Við hjá PGA erum þakklát fyrir að hafa þessa tvo aðila með okkur í liði.

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir

PGA golfkennaranám hefst í janúar næstkomandi

Næsti árgangur PGA golfkennaraskólans hefst í janúar 2017 og lýkur í lok árs 2019. Kennt verður eftir nýju kerfi sem ber heitið EELS (European Education Level System) og hefur verið þróað í fimm ár af PGA í Evrópu. Námið byggist upp í þrem hlutum: Tækni, þjálfun/ kennslu og viðskiptahluta.
Fyrsta önnin er opin öllum þeim sem hafa náð 18 ára aldri og geta lesið og skrifað á ensku. Að lokinni fyrstu önninni verða nemendur leiðbeinendur barna og unglinga. Inntökuskilyrði á aðra önn eru forgjöf 7,4 (karlar) og 10,4 (konur). Fyrir sjöttu og síðustu önnina verða nemendur að hafa forgjöf 4,4 (karlar) og 7,4 (konur) ásamt því að skila inn skorkortum (Playing Ability Test) með golfhringjum spiluðum á viðurkenndum mótum þar sem árangurinn þarf að vera hámark +15 (karlar) og +20 (konur) yfir SSS vallar í tveimur hringjum. Viðurkennd mót eru t.d. á mótaröð GSÍ og mót á vegum PGA á Íslandi. Stjórn skólans áskilur sér rétt til að skoða forgjöf umsækjenda á golf.is. Ekki verður hægt að hefja nám á síðustu önninni ef þessi skilyrði eru ekki uppfyllt.

Kynningarfundur verður haldinn 18. október kl. 20.00 í húsakynnum ÍSÍ, 3. hæð

Nánari upplýsingar veitir Andrea Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri PGA á Íslandi, s: 615-9515, netfang: andrea@pga.is

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir