Ráðstefna golfklúbba á landsbyggðinni 11. maí

Ráðstefna golfklúbba á landsbyggðinni

 

Skráning hér

 

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir

Aðalfundur PGA 2018

27661472_765852313600177_1305263031_nAðalfundur PGA á Íslandi fór fram laugardaginn 3. febrúar í íþróttamiðstöð GKG og voru 25 félagsmenn mættir til fundarins. Að venju var glæsileg dagskrá í kringum fundinn. Tómas Aðalsteinsson hóf daginn með fyrirlestri um hugarþjálfun kylfinga og eftir aðalfundinn fóru fram umræður um afreksgolf á hæsta stigi. Að auki fór fram hin árlega púttkeppni og að lokum snæddu félagsmenn saman um kvöldið.

IMG_1397Á sjálfum aðalfundinum fór Karl Ómar Karlsson, formaður PGA á Íslandi, yfir skýrslu stjórnar. Ólafur Björn Loftsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir reikninga félagsins og kynnti fjárhagsáætlun ársins. Áhugaverðar umræður fóru fram um hin ýmsu mál tengd starfseminni. Derrick Moore, Hulda Birna Baldursdóttir, Sigurpáll Geir Sveinsson og Snorri Páll Ólafsson hlutu kosningu meðstjórnanda til tveggja ára. Birgir Leifur Hafþórsson, Karl Ómar Karlsson, Nökkvi Gunnarsson og Sturla Höskuldsson voru kosnir fyrir ári síðan til tveggja ára. Agnar Már Jónsson og Helgi Anton Eiríksson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Hlynur Geir Hjartarson hafði dregið sig úr stjórn snemma á síðasta ári vegna anna.

Í lok fundar voru eftirfarandi verðlaun veitt fyrir árangur á árinu 2017.

Kylfingur ársins: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

IMG_1396

 

 

 

 

 

 

 

PGA meistari ársins: Axel Bóasson

IMG_1404

 

 

 

 

 

 

 

PGA kennari ársins: Derrick Moore

IMG_1409

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir

Golfklúbburinn Leynir auglýsir eftir golfkennara

Golfklúbburinn Leynir auglýsir eftir golfkennara. Leynir

Starfssvið

Kemur að stefnumótun og markmiðasetningu varðandi golfþjálfun barna og unglinga ásamt íþróttastjóra GL. Framkvæmd þjálfunar barna og unglinga. Framkvæmd þjálfunar afrekskylfinga. Ábyrgð og framkvæmd á leikjanámsskeiði GL. Ábyrgð og framkvæmd á þjónustu við almenna kylfinga á sviði þjálfunar og námskeiða.

Menntunar- og hæfniskröfur

Viðurkennt PGA golfkennaranám, PGA nemi eða annað sambærilegt nám. Reynsla af sambærilegu starfi kostur. Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.

Umsóknum skal fylgja greinargóð ferilskrá umsækjenda. Senda skal umsóknir á netfangið biggi@leynir.is, merkt golfkennari fyrir 20. febrúar 2018. Nánari upplýsingar veitir íþróttastjóri GL í síma 663 3500 og á netfanginu biggi@leynir.is

 

Posted in Störf | Lokað fyrir athugasemdir

Ólafur Björn Loftsson nýr framkvæmdastjóri PGA á Íslandi

Ólafur Björn Loftsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri PGA á Íslandi. Hann tekur við starfinu af Andreu Ásgrímsdóttur sem lét af störfum fyrir skömmu.

Ólafur Loftsson og Karl Ómar Karlsson

Ólafur Loftsson og Karl Ómar Karlsson

Ólafur hefur á undanförnum árum starfað í þágu golfhreyfingarinnar og kemur með fjölbreytta innsýn í starfið. Hann er atvinnukylfingur og hefur kynnst vel starfi samtakanna sem félagsmaður síðastliðin fimm ár. Auk þess hefur Ólafur B.S. gráðu í fjármálum og reynslu í viðburðar- og markaðsmálum.

„Við í stjórn PGA viljum bjóða Ólaf velkominn til starfa hjá okkur. Við vitum að hann er mjög metnaðargjarn í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og hefur mikla reynslu á mörgum sviðum sem á tvímælalaust eftir að gera gott starf hjá PGA enn betra“ segir Karl Ómar Karlsson formaður PGA á Íslandi.

„Ég er mjög spenntur að taka þátt í uppbyggingu golfíþróttarinnar á Íslandi og hlakka mikið til að starfa náið með því öfluga fólki innan samtakanna. PGA samtökin hafa verið í sókn undanfarin ár með mikilvægum verkefnum og metnaðarfullum golfkennaraskóla. Það er frábært tækifæri að halda þessu góða starfi áfram og aðstoða við að lyfta PGA á Íslandi á enn hærri stall enda spennandi tímar fram undan.“ segir Ólafur en samhliða starfinu, sem er hlutastarf, mun hann leika sem atvinnukylfingur.

 

Posted in Fréttatilkynningar | Lokað fyrir athugasemdir

Haustþing PGA í Hraunkoti 15.-17. sept.

Dagana 15.-17. september er PGA með haustþingið sitt. Að þessu sinni fer það fram í Hraunkotinu.

Þar koma saman golfkennarar landsins til að afla sér í endurmenntunar.

Mike Hebron PGA sem var útnefndur „Hall of fame teacher árið 2013“ kemur til landsins. Hebron er oftast kallaður „kennari golfkennarana“ Hann er mikils metinn sem fræðimaður á sviði golfþjálfunar og kennslu. Hann var upphafsmaður að koma á laggirnar þjálfunar og kennsluráðstefnu þar sem saman komu yfir 700 golfkennarar frá 14 löndum til að fjalla um hvað, hvernig og hvers vegna er best að læra og æfa golf.

Hann var að gefa út nýja bók sem hægt er að kaupa á Amazon. Bókin heitir LEARNING WITH THE BRAIN IN MIND ( mind sets before skill sets).

Hebron er mikilsvirtur í sínu fagi út um allan heim og hefur kennt meðal annars hjá PGA samböndum eins og í Ameríku, Sviss, Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Finnlandi, Kanada, Japan, Svíþjóð, Danmörku, Indlandi, Ástralíu, Englandi, Írlandi, Skotlandi og Wales og nú loksins er hann á leiðinni til Íslands.

Posted in Endurmenntun | Lokað fyrir athugasemdir