Aðalfundur PGA fór fram 28. janúar – Arnar Már kosinn PGA kennari ársins

Aðalfundur PGA á Íslandi var haldinn 28. janúar síðastliðinni í Íþróttamiðstök Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Rétt um 70 manns mættu á fundinn en ásamt aðalfundi var Golfkennarskóli PGA með námshelgi. Dagurinn hófst með fyrirlestri Davide Mori og Marie Jeffrey en fyrirlestur þeirra var einnig hluti af dagskrá golfkennaraskólans. Að honum loknum hélt Daninn Thomas Danielsen fyrirlestur um andlega þjálfun kylfinga. Í kjölfarið fór aðalfundurinn fram þar sem fráfarandi formaður félagsins, Davíð Gunnlaugsson, fór yfir skýrslu stjórnar. Rúnar Arnórsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir ársreikninga og kynnti fjárhagsáætlun ársins. Fjórir einstaklingar gáfu kost á sér í stjórn félagsins en það voru þau Arnar Már Ólafsson, Björn Kristinn Björnsson, Grétar Eiríksson og Katrín Dögg Hilmarsdóttir. Þeir Davíð Gunnlaugsson, Karl Ómar Karlsson og Snorri Páll Ólafsson gáfu ekki kost á sér í endurkjör. Guðjón Grétar Daníelsson, Hallsteinn I. Traustson, Magnús Birgisson og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir voru kosin fyrir ári síðan til tveggja ára. Þessir átta einstaklingar mynda því stjórn félagsins árið 2023.

Í kjölfarið fór aðalfundurinn fram þar sem fráfarandi formaður félagsins, Davíð Gunnlaugsson, fór yfir skýrslu stjórnar. Rúnar Arnórsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir ársreikninga og kynnti fjárhagsáætlun ársins. Fjórir einstaklingar gáfu kost á sér í stjórn félagsins en það voru þau Arnar Már Ólafsson, Björn Kristinn Björnsson, Grétar Eiríksson og Katrín Dögg Hilmarsdóttir. Þeir Davíð Gunnlaugsson, Karl Ómar Karlsson og Snorri Páll Ólafsson gáfu ekki kost á sér í endurkjör. Guðjón Grétar Daníelsson, Hallsteinn I. Traustson, Magnús Birgisson og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir voru kosin fyrir ári síðan til tveggja ára. Þessir átta einstaklingar mynda því stjórn félagsins árið 2023.

Þrenn verðlaun voru veitt fyrir árið 2021.

Kosið var um kennara ársins þar sem félagsmenn tilnefndu PGA kennara og skipuðu eftirfarandi kennarar 4 efstu sætin (í stafrófsröð):
Arnar Már Ólafsson
Dagur Ebenezersson
Heiðar Davíð Bragason
Sigurpáll Geir Sveinsson

Eftir spennandi kosningu félagsmanna varð Arnar Már Ólafsson hlutskarpastur með rúmlega 30% atkvæða. Arnar Már Ólafsson er þar af leiðandi kjörinn PGA kennari ársins 2022.

Matsnefnd félagsins velur PGA kylfing ársins og var Guðmundur Ágúst Kristjánsson valinn að þessu sinni. Guðmundur Ágúst var ekki á landinu en eins og flestir eflaust vita vann hann sér inn þátttökurétt á DP World Tour mótaröðinni (Evrópumótaröðinni) með glæsilegri spilamennsku síðasta haus.

Að þessu sinni Hlynur Geir Hjartarson sem varð PGA Meistara ársins en þau verðlaun fær sá atvinnukylfingur sem endar á lægsta skorinu í Íslandsmótinu í höggleik.

PGA á Íslandi óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn!

Posted in PGA | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur PGA fór fram 28. janúar – Arnar Már kosinn PGA kennari ársins

Aðalfundur PGA fór fram 5. febrúar – Arnar Már kosinn PGA kennari ársins

Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram laugardaginn 5. febrúar í íþróttamiðstöð GKG og voru 25 félagsmenn mættir til fundarins. Dagskrá helgarinnar hófst þó á mjög áhugaverðum og lærdómsríkum fyrirlestri á föstudeginum með þeim Davide Mori og Marie Jeffrey. Fyrirlestur þeirra hélt svo áfram á laugardeginum. Í kjölfarið fór aðalfundurinn fram þar sem formaður félagsins, Davíð Gunnlaugsson, fór yfir skýrslu stjórnar.  Rúnar Arnórsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir ársreikning og kynnti fjárhagsáætlun ársins. Fimm PGA meðlimir gáfu kost á sér í stjórn félagsins og eftir kosningu voru það þau Guðjón Grétar Daníelsson, Hallsteinn I. Traustson, Magnús Birgisson og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir sem hlutu stjórnarkosningu til tveggja ára. Arnar Már Ólafsson, Davíð Gunnlaugsson, Karl Ómar Karlsson og Snorri Páll Ólafsson voru kosnir fyrir ári síðan til tveggja ára og mynda þessir átta PGA meðlimir því stjórn félagsins árið 2020.

Þrenn verðlaun voru veitt fyrir árið 2021.

Kosið var um kennara ársins þar sem félagsmenn tilnefndu PGA kennara og skipuðu eftirfarandi kennarar 5 efstu sætin (í stafrófsröð):
Arnar Már Ólafsson
Davíð Gunnlaugsson
Heiðar Davíð Bragason
Hlynur Geir Hjartarson
Snorri Páll Ólafsson

Eftir gífurlega spennandi kosningu félagsmanna varð Arnar Már Ólafsson hlutskarpastur með 29% atkvæða, þar sem aðeins tvö atkvæði skildu efsta sætið frá því þriðja. Arnar Már Ólafsson er þar af leiðandi kjörinn PGA kennari ársins 2021.

Matsnefnd félagsins velur PGA kylfing ársins og var Haraldur Franklín Magnús valinn að þessu sinni. Haraldur Franklín var ekki á landinu þar sem hann var að undirbúa sig fyrir tímabilið á Áskorendamótaröðinni.

Að þessu sinni voru tveir kylfingar jafnir í baráttunni um PGA Meistara ársins en sá atvinnukylfingur sem endar á lægsta skorinu í Íslandsmótinu í höggleik hlýtur þá viðurkenningu. Að þessu sinni voru það þeir Axel Bóasson og Hlynur Geir Hjartarson.

PGA á Íslandi óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn!

Posted in PGA | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur PGA fór fram 5. febrúar – Arnar Már kosinn PGA kennari ársins

Rúnar Arnórsson ráðinn framkvæmdastjóri PGA á Íslandi

20210420_142140(0)

Rúnar Arnórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri PGA á Íslandi. Hann tekur við starfinu af Ólafi Birni Loftssyni en Ólafur tók við starfi afreksstjóra GSÍ á dögunum.

Rúnar hefur störf frá og með 1. maí en spennandi tímar eru framundan hjá PGA á Íslandi. Í júní stendur til að útskrifa 18 golfkennara frá golfkennaraskóla PGA og fjölgar því starfandi golfkennurum á Íslandi umtalsvert.

Rúnar mun halda áfram á sinni vegferð sem atvinnukylfingur samhliða starfinu, sem er hlutastarf, en Rúnar stefnir á að leika á Nordic mótaröðinni núna í sumar sem og GSÍ mótaröðinni hérlendis.

Posted in PGA | Slökkt á athugasemdum við Rúnar Arnórsson ráðinn framkvæmdastjóri PGA á Íslandi

Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram um helgina – Davíð Gunnlaugsson kjörinn PGA kennari ársins 2020

Screenshot 2021-03-17 at 11.16.18

Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram laugardaginn 13. mars í íþróttamiðstöð GKG og voru 37 félagsmenn mættir til fundarins. Dagskráin hófst með áhugarverðum fyrirlestri frá Inga Þór Einarssyni um ábyrgð þjálfara gagnvart iðkenda. Í kjölfarið fór fram aðalfundurinn sjálfur þar sem formaður félagsins, Birgir Leifur Hafþórsson, fór yfir skýrslu stjórnar.  Ólafur Björn Loftsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir ársreikning og kynnti fjárhagsáætlun ársins. Fjórir PGA meðlimir gáfu kost á sér í stjórn félagsins og hlutu þeir Arnar Már Ólafsson, Davíð Gunnlaugsson, Karl Ómar Karlsson og Snorri Páll Ólafsson   stjórnarkosningu til tveggja ára. Ástrós Arnarsdóttir, Birgir Vestmar Björnsson, Dagur Ebenezersson og Sigurpáll Geir Sveinsson voru kosin fyrir ári síðan til tveggja ára og mynda þessir átta PGA meðlimir því stjórn félagsins árið 2020.

PGAIngi2

Birgir Leifur Hafþórsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og Ólafur Björn Loftsson hefur nýverið tekið við starfi afreksstjóra GSÍ og mun hætta sem framkvæmdastjóri til þriggja ára. Stjórn PGA vill þakka þeim fyrir vel unnin störf fyrir félagið á liðnum árum.

Þrenn verðlaun voru veitt á laugardaginn fyrir árið 2020.

Kosið var um kennara ársins þar sem félagsmenn tilnefndu PGA kennara og skipuðu eftirfarandi kennarar 7 efstu sætin (í stafrófsröð):
Arnar Már Ólafsson
Davíð Gunnlaugsson
David Barnwell
Heiðar Davíð Bragason
Hlynur Geir Hjartarson
Ragnhildur Sigurðardóttir
Snorri Páll Ólafsson

Eftir gífurlega spennandi kosningu félagsmanna urðu þeir Arnar Már Ólafsson og Davíð Gunnlaugsson efstir með jafnmörg atkvæði. Úrslitakosning fór þá fram og skiptust atkvæði þannig að Davíð fékk 51% atkvæða og Arnar Már 49%. Davíð Gunnlaugsson er þar af leiðandi kjörinn PGA kennari ársins 2020.

Matsnefnd félagsins velur PGA kylfing ársins og afhenti Victor Viktorsson titilinn fyrir hönd nefndarinnar til Guðmundar Ágústs Kristjánssonar.

Screenshot 2021-03-17 at 14.17.52

PGA Meistari ársins er Bjarki Pétursson fyrir lægsta skor atvinnukylfings í Íslandsmótinu í höggleik

PGA á Íslandi óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn!

Screenshot 2021-03-17 at 14.25.59

 

 

 

Posted in PGA | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram um helgina – Davíð Gunnlaugsson kjörinn PGA kennari ársins 2020

PGA á Íslandi leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra

PGA á Íslandi leitar að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að vinna að framgangi golfíþróttarinnar með öflugu teymi PGA meðlima. Um er að ræða hlutastarf.

Framkvæmdastjóri PGA sér meðal annars um daglegan rekstur, samskipti við félagsmenn og samskipti við CPG (samtök alþjóðlegra PGA samtaka).

Framkvæmdastjóri situr stjórnarfundi PGA, færir bókhald og gengur frá rekstrarreikningi í árslok. Önnur verkefni framkvæmdastjórans eru viðburðastjórnun og hann er verkefna-stjóri PGA golfkennaraskólans.

Stjórn PGA leggur áherslu á að þau verkefni sem unnið er að séu hnitmiðuð. Verkefnin eru því frekar færri en fleiri en gerð er krafa um að afraksturinn verði því betri.

Helstu verkefni PGA á Íslandi eru:

  • Stelpugolf
  • PGA ProAM
  • Golfsýningin
  • Golfkennaraskóli PGA á Íslandi
  • Endurmenntunarviðburðir

Um PGA á Íslandi

Skammstöfunin „PGA“ stendur fyrir Professional Golfers Association, eða Samtök atvinnukylfinga. Samtökin á Íslandi voru stofnuð veturinn 1988 og er megintilgangur samtakanna að stuðla að framgangi golfíþróttarinnar á Íslandi. Í ársbyrjun 2021 voru félagsmenn 88 talsins.

PGA á Íslandi rekur Golfkennaraskólann, sem stendur fyrir faglegu og krefjandi golfkennaranámi.

Áhugasamir aðilar sendi inn umsóknir á pga@pga.is fyrir 24. mars 2021.

 

Posted in PGA | Slökkt á athugasemdum við PGA á Íslandi leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra