Kylfuberar í flokkum 15-18 ára

 Stjórn PGA á Íslandi og landsliðsþjálfari GSÍ leggja til eftirfarandi til mótanefndar GSÍ:

Stjórn PGA á Íslandi og landsliðsþjálfari GSÍ leggja til að piltum og stúlkum í GSÍ mótaröð unglinga, í flokkum 15-18 ára, verði óheimilt að vera með kylfubera sér til aðstoðar á meðan leik stendur. Á flestum unglingamótum í nágrannalöndum okkar í þessum aldursflokkum er þessi regla viðhöfð og teljum við ekki ástæðu til þess að öðruvísi sé farið hér á landi. Með þessu móti er líklegra að leikmenn öðlist meira sjálfstæði en ella, og á endanum stuðli það að betri kylfingum og einstaklingum.

Foreldrar eru þó eindregið hvattir til að ganga með og hvetja sína leikmenn og annara, en halda hæfilegri fjarlægð.

Hvað varðar flokka 14 ára og yngri má leyfa kylfubera, en mótanefnd skal þó koma leiðbeiningum til handa kylfuberum á framfæri á skráningarsíðu hvers móts, sem og á mótsstað.

 

Leiðbeiningar/skilaboð til kylfubera í flokkum 14 ára og yngri:

 

(umorðað úr leiðbeiningum af golf.is)

Kylfuberi má bera/draga útbúnað leikmanns og aðeins veita honum ráð samkvæmt Golfreglum. Önnur afskipti, eru óheimil.

 Kylfuberi skal aldrei hafa orð fyrir keppanda og skal halda öllum samskiptum við aðra keppendur í algjöru lágmarki. Kylfuberi og leikmaður hans geta að sjálfsögðu ráðfært sig hvor við annan um einstök atvik í leikhópnum á hófstilltan og lítið áberandi hátt en það er ávalt kylfingur sem tjáir sig við aðra keppendur. Höfum það hugfast að golfleikur krefst mikillar einbeitingar og að minnsta áreiti getur komið keppenda úr jafnvægi.

 

Brot á framangreindu geta leitt til brottvikningar kylfubera eftir aðvörun dómara.

 

 

Kylfuberi keppenda skal klæðast vesti merktu mótaröðinni óski mótstjórn þess. Keppandi ber ábyrgð á að skila vestinu um leið og skorkorti síðustu umferðar er skilað.


Víti fyrir brot á skilmála: Frávísun keppanda.

 

 

Kylfuberi skal ávallt vera hvetjandi. Að fagna glæsilegum höggum, allra keppenda í ráshópi, er góður siður.

 

Tögg :

Deila frétt :

Nýlegar fréttir

Let's Join Wih Us

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis pulvinar dapibus.