Laus er til umsóknar staða yfirgolfkennara/íþróttastjóra Golfklúbbsins Keilis (GK). Yfirgolfkennarinn gegnir lykilhlutverki í starfi klúbbsins og hefur yfirumsjón með skipulagi og þjálfun kylfinga í klúbbnum. Starfshlutfall er 100%
Starfssvið:
• Stefnumótun og markmiðasetning varðandi golfþjálfun
• Ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjálfunar barna og unglinga
• Ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjálfunar afrekskylfinga
• Ábyrgð á þjónustu við almenna kylfinga á sviði þjálfunar
• Upplýsingagjöf og samstarf við stjórn og nefndir klúbbsins
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Viðurkennt PGA golfkennaranám
• Reynsla af sambærilegu starfi kostur
• Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Geta til að tjá sig í ræðu og riti
• Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
Einnig er auglýst eftir golfkennurum barna, unglinga og við afreksstarf
Keilis. Viðkomandi kennari mun vinna undir handleiðslu
yfirgolfkennara/Íþróttastjóra Keilis.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Viðurkennt PGA golfkennaranám eða nemandi í sambærilegu námi
• Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Geta til að tjá sig í ræðu og riti
• Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
Umsókn skal fylgja greinagóð ferilskrá umsækjanda og þarf að skila á
netfangið olithor@keilir.is, merkt golfkennari fyrir 26. September 2013. Nánari
upplýsingar um störfin veitir Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdarstjóri Keilis í
síma 5653360 og á netfanginu olithor@keilir.is.