Golfklúbbur Mosfellsbæjar óskar eftir golfkennara

Golfklúbbur Mosfellsbæjar auglýsir eftir golfkennara til framtíðarstarfa. Golfkennari gegnir lykilhlutverki í starfi klúbbsins og kemur að þjálfun barna, unglinga, afrekskylfinga og almennra kylfinga hjá GM.

STARFSSVIÐ
- Stefnumótun og markmiðasetning varðandi golfþjálfun fyrir almenna kylfinga
- Þjálfun barna unglinga og afrekskylfinga
- Þjálfun almennra kylfinga

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR
- Viðurkennt PGA golfkennaranám, PGA nemi eða annað sambærilegt nám
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Geta til að tjá sig í ræðu og riti
- Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

Umsóknum skal fylgja greinargóð ferilskrá umsækjenda. Senda skal umsóknir á netfangið gunnar@golfmos.is merkt „Golfkennari GM“ fyrir 1. september 2017 Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar í síma 661-9009 og á netfanginu gunnar@golfmos.is

Posted in Störf | Lokað fyrir athugasemdir

Golfkennaraskólinn fer af stað í haust!

Golfkennaraskólinn hefst í haust og lýkur að vori 2020. Kennt verður eftir nýju kerfi sem kallast EELS (European Education Level System) og hefur verið þróað í nokkur ár af PGA í Evrópu. Námið byggist á þrem þáttum: Teaching and Coaching – the Game – the Industry.

1. önnin, öllum opin. Í lokin verða nemendur leiðbeinendur barna og unglinga.

Fyrsta önnin er opin öllum þeim sem hafa náð 18 ára aldri og geta lesið og skrifað á ensku. Námið er fyrir þá sem hafa áhuga á að afla sér þekkingar á golfkennslu á grunnstigi. Önnin hefst í september 2017 og lýkur í desember sama ár. Um er að ræða fjórar lotur, langar helgar (föstudagur, laugardagur og sunnudagur). Námskeiðið er fyrsti hluti af lengra PGA golfkennaranámi. Á námskeiðinu verður t.d. farið yfir eftirfarandi þætti í sambandi við barna og unglingakennslu:

  • Kennslufræði
  • Siðfræði
  • Öryggi
  • Að skipuleggja og halda golfviðburð
  • Fjármálalæsi fyrir kennara
  • Viðskiptamódel golfkennslu
  • Golftækni fyrir byrjendur
  • Skipulag golftíma
  • Golfbúnaður fyrir börn
  • Snag

Fyrir einungis fyrstu önnina er verðið 340.000 kr.

Heildarnámið – Viðurkenndur PGA golfkennari

Námið er þriggja ára lotunám þar sem kenndar eru fjórar langar helgar á önn. Viðmið fyrir forgjöf er 7,4 fyrir karla og 10,4 fyrir konur. Skila þarf inn skorkortum (Playing Ability Test)með golfhringjum spiluðum á viðurkenndum mótum þar sem árangurinn þarf að vera hámark +15 (karlar af hvítum teigum) og +20 (konur af bláum teigum).

Verð: 1.490.000 kr.

Umsókn um námið má finna hér og sendist til Andreu á netfangið: andrea@pga.is.

PGA er alþjóðlegt vörumerki sem er vel þekkt og stendur fyrir Professional Golfers´ Association. Námið sem PGA golfkennaraskólinn á Íslandi býður upp á er reglulega tekið út af PGA í Evrópu.

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir

Ólafía Þórunn PGA meistari og kylfingur ársins 2016

IMG_2227

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hlaut í vetur PGA verðlaunin Kylfingur ársins og PGA meistari ársins 2016 (sem er sá kylfingur sem nær bestum árangri í Íslandsmótinu í höggleik).  Hún er eins og alþjóð veit mjög upptekin þessi misserin en náði að koma við hjá okkur á dögunum og veita verðlaununum viðtöku. Við auðvitað þökkum henni fyrir það – bæði fyrir að koma til okkar og að vera svona upptekin í golfinu  :-)
Til hamingju Ólafía!

 

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir

Golfklúbburinn Leynir óskar eftir golfkennara til starfa.

Staða íþróttastjóra Golfklúbbsins Leynis.

Íþróttastjóri gegnir lykilhlutverki í starfi klúbbsins og hefur umsjón með skipulagi og þjálfun kylfinga í klúbbnum.

STARFSSVIÐ

- Stefnumótun og markmiðasetning varðandi golfþjálfun.
- Ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjálfunar barna og unglinga.
- Ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjálfunar afrekskylfinga.
- Ábyrgð á þjónustu við almenna kylfinga á sviði þjálfunar.
- Upplýsingagjöf og samstarf við stjórn og nefndir klúbbsins.

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR

- Viðurkennt PGA golfkennaranám, PGA nemi eða annað sambærilegt nám.
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur.
- Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Geta til að tjá sig í ræðu og riti.
- Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.

Umsóknum skal fylgja greinargóð ferilskrá umsækjenda. Senda skal umsóknir á netfangið leynir@leynir.is merkt golfkennari fyrir 28. febrúar 2017.
Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis í síma 896-2711 og á netfanginu gs@leynir.is

 

 

 

Posted in Störf | Lokað fyrir athugasemdir

Geoff Mangum kom til landsins

IMG_1277 (2)Helgina 11. – 12. febrúar kom púttsérfræðingurinn Geoff Mangum til landsins. Óhætt er að fullyrða að hann hafi stúderað allt sem viðkemur púttum síðastliðna áratugi en hægt er að segja að hann hafi í raun helgað líf sitt rannsóknum sem snúa að púttum. Hann deildi þekkingu sinni með PGA meðlimum, allt frá því að ræða um anatómíu til stærðfræðilíkana sem hjálpa okkur að lesa flatir – og allt þar á milli. Þarna er maður með einstaka ástríðu fyrir golfíþróttinni og frábært fyrir PGA fólk að hafa fengið að hitta hann. Íslenskir kylfingar munu klárlega njóta góðs af þessu námskeiði í gegnum PGA kennara sína.

IMG_1294 (1) IMG_1259

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir