Haustþing PGA í Hraunkoti 15.-17. sept.

Dagana 15.-17. september er PGA með haustþingið sitt. Að þessu sinni fer það fram í Hraunkotinu.

Þar koma saman golfkennarar landsins til að afla sér í endurmenntunar.

Mike Hebron PGA sem var útnefndur „Hall of fame teacher árið 2013“ kemur til landsins. Hebron er oftast kallaður „kennari golfkennarana“ Hann er mikils metinn sem fræðimaður á sviði golfþjálfunar og kennslu. Hann var upphafsmaður að koma á laggirnar þjálfunar og kennsluráðstefnu þar sem saman komu yfir 700 golfkennarar frá 14 löndum til að fjalla um hvað, hvernig og hvers vegna er best að læra og æfa golf.

Hann var að gefa út nýja bók sem hægt er að kaupa á Amazon. Bókin heitir LEARNING WITH THE BRAIN IN MIND ( mind sets before skill sets).

Hebron er mikilsvirtur í sínu fagi út um allan heim og hefur kennt meðal annars hjá PGA samböndum eins og í Ameríku, Sviss, Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Finnlandi, Kanada, Japan, Svíþjóð, Danmörku, Indlandi, Ástralíu, Englandi, Írlandi, Skotlandi og Wales og nú loksins er hann á leiðinni til Íslands.

Posted in Endurmenntun | Lokað fyrir athugasemdir

PGA á Íslandi auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri PGA á Íslandi

PGA á íslandi leitar að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að vinna að framgangi golfíþróttarinnar með öflugu teymi PGA meðlima. Um er að ræða hlutastarf.

Framkvæmdastjóri PGA sér um daglegan rekstur, samskipti við félagsmenn og samskipti við PGA‘s of Europe. Framkvæmdastjóri situr stjórnarfundi PGA, færir bókhald og gengur frá rekstrarreikningi í árslok. Önnur verkefni framkvæmdastjórans eru viðburðarstjórnun og hann er skólastjóri PGA skólans.

Viðburðastjórnun

Stjórn PGA leggur áherslu á að þau verkefni sem unnið er að séu hnitmiðuð. Verkefnin eru því frekar í færri en fleiri en gerð er krafa um að afraksturinn verði því betri. Helstu verkefni PGA á Íslandi eru:

 • Stelpugolf
 • PGA ProAM
 • PGA unglinga golf
 • Haustþing PGA

Skólastjóri PGA skólans

Skólastjóri PGA skólans ber ábyrgð á því að kennsluáætlun sé fylgt. Hann vinnur með skólanefnd PGA að framþróun kennsluáætlunar og kemur fram fyrir hönd PGA gagnvart Educational Committee PGA‘s of Europe.

Um PGA á íslandi

Skammstöfunin „PGA“ stendur fyrir Professional Golfers Association, eða Samtök atvinnukylfinga. Samtökin á Íslandi voru stofnuð veturinn 1988 og er megintilgangur samtakanna að stuðla að framgangi golfíþróttarinnar á Íslandi. Í ársbyrjun 2017, voru félagsmenn 72 talsins.

PGA á Íslandi rekur Golfkennaraskólann, sem stendur fyrir faglegu og krefjandi golfkennaranámi. Námið er byggt á því besta sem þekkist erlendis. Á síðunni „Golfkennaraskólinn“ eru ýmsar upplýsingar um starfssemi skólans, m.a. námskrá, yfirlit yfir kennara og umsóknareyðublaðið.

Áhugasamir aðilar sendi inn umsóknir á pga@pga.is fyrir 15 september 2017

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir

Golfklúbbur Mosfellsbæjar óskar eftir golfkennara

Golfklúbbur Mosfellsbæjar auglýsir eftir golfkennara til framtíðarstarfa. Golfkennari gegnir lykilhlutverki í starfi klúbbsins og kemur að þjálfun barna, unglinga, afrekskylfinga og almennra kylfinga hjá GM.

STARFSSVIÐ
- Stefnumótun og markmiðasetning varðandi golfþjálfun fyrir almenna kylfinga
- Þjálfun barna unglinga og afrekskylfinga
- Þjálfun almennra kylfinga

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR
- Viðurkennt PGA golfkennaranám, PGA nemi eða annað sambærilegt nám
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Geta til að tjá sig í ræðu og riti
- Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

Umsóknum skal fylgja greinargóð ferilskrá umsækjenda. Senda skal umsóknir á netfangið gunnar@golfmos.is merkt „Golfkennari GM“ fyrir 1. september 2017 Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar í síma 661-9009 og á netfanginu gunnar@golfmos.is

Posted in Störf | Lokað fyrir athugasemdir

Golfkennaraskólinn fer af stað í haust!

Golfkennaraskólinn hefst í haust og lýkur að vori 2020. Kennt verður eftir nýju kerfi sem kallast EELS (European Education Level System) og hefur verið þróað í nokkur ár af PGA í Evrópu. Námið byggist á þrem þáttum: Teaching and Coaching – the Game – the Industry.

1. önnin, öllum opin. Í lokin verða nemendur leiðbeinendur barna og unglinga.

Fyrsta önnin er opin öllum þeim sem hafa náð 18 ára aldri og geta lesið og skrifað á ensku. Námið er fyrir þá sem hafa áhuga á að afla sér þekkingar á golfkennslu á grunnstigi. Önnin hefst í september 2017 og lýkur í desember sama ár. Um er að ræða fjórar lotur, langar helgar (föstudagur, laugardagur og sunnudagur). Námskeiðið er fyrsti hluti af lengra PGA golfkennaranámi. Á námskeiðinu verður t.d. farið yfir eftirfarandi þætti í sambandi við barna og unglingakennslu:

 • Kennslufræði
 • Siðfræði
 • Öryggi
 • Að skipuleggja og halda golfviðburð
 • Fjármálalæsi fyrir kennara
 • Viðskiptamódel golfkennslu
 • Golftækni fyrir byrjendur
 • Skipulag golftíma
 • Golfbúnaður fyrir börn
 • Snag

Fyrir einungis fyrstu önnina er verðið 340.000 kr.

Heildarnámið – Viðurkenndur PGA golfkennari

Námið er þriggja ára lotunám þar sem kenndar eru fjórar langar helgar á önn. Viðmið fyrir forgjöf er 7,4 fyrir karla og 10,4 fyrir konur. Skila þarf inn skorkortum (Playing Ability Test)með golfhringjum spiluðum á viðurkenndum mótum þar sem árangurinn þarf að vera hámark +15 (karlar af hvítum teigum) og +20 (konur af bláum teigum).

Verð: 1.490.000 kr.

Umsókn um námið má finna hér og sendist til Andreu á netfangið: andrea@pga.is.

PGA er alþjóðlegt vörumerki sem er vel þekkt og stendur fyrir Professional Golfers´ Association. Námið sem PGA golfkennaraskólinn á Íslandi býður upp á er reglulega tekið út af PGA í Evrópu.

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir

Ólafía Þórunn PGA meistari og kylfingur ársins 2016

IMG_2227

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hlaut í vetur PGA verðlaunin Kylfingur ársins og PGA meistari ársins 2016 (sem er sá kylfingur sem nær bestum árangri í Íslandsmótinu í höggleik).  Hún er eins og alþjóð veit mjög upptekin þessi misserin en náði að koma við hjá okkur á dögunum og veita verðlaununum viðtöku. Við auðvitað þökkum henni fyrir það – bæði fyrir að koma til okkar og að vera svona upptekin í golfinu  :-)
Til hamingju Ólafía!

 

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir