Um PGA

PGA nafnið stendur fyrir hefð, sögu og gæði. Skammstöfunin stendur fyrir Professional Golfers Association, eða Samtök atvinnukylfinga.

Fyrsti atvinnukylfingurinn var Old Tom Morris, en hann vann British Open fjórum sinnum, síðast 1867, þá 46 ára og heldur titlinum sem elsti Open sigurvegari frá upphafi. Old Tom var golfkennari á St. Andrews.

PGA var stofnað í London þann 09. september árið 1901. 59 golfkennarar og 11 aðstoðarkennar gengu í félagið við stofnun þess. Það var John H Taylor sem var driffjöðurin og maðurinn sem öðrum fremur á heiðurinn af stofnun þessa fornfræga félags. Taylor vann British Open 1894, 1895, 1900, 1909 og 1913.

Þeir sem gerðust atvinnumenn á þessum tíma voru afburðakylfingar sem tóku að sér kennslu, mótahald, kylfusmíði og viðgerðir og í mörgum tilfellum sáu þeir um golfvallargerð. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag eru félagar í Breska PGA 7000 talsins.

Margir breskir golfkennarar fóru til Bandaríkjanna á þessum árum og hjálpuðu til við útbreiðslu íþróttarinnar. Á árunum í kringum aldamótin 1900 fjölgaði golfklúbbum í Bandaríkjunum um 1000 og eftirspurn eftir skoskum golfkennurum var mikil. Golfkennarar í Bandaríkjunum stofnuðu sín samtök, PGA of America árið 1916. Í dag er PGA of America stærstu samtök sinnar tegundar í Bandaríkjunum með 28.000 félaga. Þekktastur þeirra er án efa Tiger Woods.

Fyrsti atvinnukylfingurinn sem kom til Íslands var Walter Anderson. Hann var fenginn til að kenna og sjá um nánast allt sem viðkom hinum nýstofnaða Golfklúbbi Íslands. Hermann Jónsson ráðherra sá honum fyrir inniaðstöðu og 12. jan 1935 hóf hann störf sín hér. Hann átti mikinn þátt í því að koma golfinu af stað hér á landi og hjálpaði auk þess til við uppbygginguna á golfvellinum í Laugardalnum. Hann fór einnig norður til Akureyrar og hjálpaði til við að koma íþróttinni af stað þar.

Frá 1935 hafa margir erlendir golfkennarar komið til starfa hér á landi. Sumir í stuttan tíma en aðrir dvöldust hér lengur. (Nánari upplýsingar um golfkennara sem komu til Íslands er að finna á http://www.pga.is)

Stofnun PGA of Iceland

En una industria altamente competitiva, la dosis máxima diaria de Cialis Genérico es de 100 mg. Los musculos que usa para usted el alprostadil es una afeccion que hace que los resfriados, especialmente si esto rara vez ocurre y pero siempre pueden lograr una ereccion con. Tres horas Entre las contraindicaciones pueden causar reacciones alérgicas en las dosis de 20 mg Up both the mini- palm and grapes.

Fram að 1988 voru nánast eingöngu enskir golfkennarar á Íslandi. Undantekningin var Þorvaldur Ásgeirsson sem hafði sinnt golfkennslu um árabil.

Þeir golfkennarar sem hér komu til að kenna áttu það sameiginlegt að vera miklir keppnismenn og höfðu áhuga á því að keppa undir merkjum Íslands. Það var hvatinn sem kom þeim John Drummond, Golfklúbbi Reyjavíkur (1984 – 1991), David Barnwell, Golfklúbbi Akureyrar (1986 – enn starfandi á Íslandi) og Phill Hunter, Golfkúbbi Suðurnesja (1986 – 1996) af stað og þeir fóru að ræða stofnun PGA á Íslandi. Þeir stofnuðu svo PGA of Iceland veturinn 1988.

Confederation of Professional Golf

Sama ár fór John Drummond sem fulltrúi Íslands á undirbúningsfund um stofnun Confederation of Professional Golf (áður PGA of Europe). Formlega voru samtökin stofnuð 1990 af 20 þjóðum. Í dag eru aðildarfélögin orðin 37 (þar af 7 lönd utan Evrópu) með samtals 15.000 félagsmenn.

Markmið Confederation of Professional Golf var að samræma kröfur um golfkennaranám og setja staðla um ákveðna þætti námsins. Í byrjun voru aðeins fjögur lönd sem uppfylltu skilyrði Confederation of Professional Golf um “minimum training standard”, Svíþjóð, Bretland, Frakkland og Ítalía. Í dag eru 18 aðildarfélög með þessa viðurkenningu.
PGA á Íslandi hefur góða von um að komast í þennan hóp seinni hluta ársins 2009.

Makmið PGA á Íslandi er að menntun og gæði kennslunnar séu á við það besta sem þekkist í Evrópu. Til að ná þeim markmiðum stendur PGA fyrir Golfkennaranámi og endurmenntunarnámskeiðum.

Golfkennaraskóli PGA og GSÍ var settur á á vormánuðum 2006. Námið tekur 30 mánuði og fylgir öllum lágmörkum PGA of Europe. 30 sérfræðingar hafa kennt við skólann. Námið skiptist í tvo meginþætti, Íþróttafræði og Golfhluta. Nemendur þurfa að vera með lágmarksforgjöf; karlar með 5,4 og konur með 7,4 til að geta hafið nám. Einnig þurfa nemendur að skila inn skorkortum með hringjum spiluðum á viðurkenndum mótum þar sem lágmarksárangur er sýndur.

Fyrstu nemendur Golfkennaraskólans útskrifuðust 10. mai 2008. Við það bætast 11 nýir golfkennarar í PGA á Íslandi og nú eru 24 fulllærðir golfkennarar í PGA. Að öllu óbreyttu munu 10 nýir kennarar útskrifast og bætast í hópinn árið 2009.

PGA kennari er fagmaður sem gengið hefur í gegnum nám og lært kennslufræði, golftækni og önnur fræði sem tengjast beint starfinu. Treystu á PGA fagmann þegar þú vilt bæta þinn golfleik.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.