Helgina 11. – 12. febrúar kom púttsérfræðingurinn Geoff Mangum til landsins. Óhætt er að fullyrða að hann hafi stúderað allt sem viðkemur púttum síðastliðna áratugi en hægt er að segja að hann hafi í raun helgað líf sitt rannsóknum sem snúa að púttum. Hann deildi þekkingu sinni með PGA meðlimum, allt frá því að ræða um anatómíu til stærðfræðilíkana sem hjálpa okkur að lesa flatir – og allt þar á milli. Þarna er maður með einstaka ástríðu fyrir golfíþróttinni og frábært fyrir PGA fólk að hafa fengið að hitta hann. Íslenskir kylfingar munu klárlega njóta góðs af þessu námskeiði í gegnum PGA kennara sína.
GSFÍ óskar eftir golfkennara