Golfklúbbur Mosfellsbæjar auglýsir eftir golfkennara til framtíðarstarfa. Golfkennari gegnir lykilhlutverki í starfi klúbbsins og kemur að þjálfun barna, unglinga, afrekskylfinga og almennra kylfinga hjá GM.
STARFSSVIÐ
– Stefnumótun og markmiðasetning varðandi golfþjálfun fyrir almenna kylfinga
– Þjálfun barna unglinga og afrekskylfinga
– Þjálfun almennra kylfinga
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR
– Viðurkennt PGA golfkennaranám, PGA nemi eða annað sambærilegt nám
– Reynsla af sambærilegu starfi kostur
– Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
– Geta til að tjá sig í ræðu og riti
– Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Umsóknum skal fylgja greinargóð ferilskrá umsækjenda. Senda skal umsóknir á netfangið gunnar@golfmos.is merkt „Golfkennari GM“ fyrir 1. september 2017 Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar í síma 661-9009 og á netfanginu gunnar@golfmos.is