Skammstöfunin „PGA“ stendur fyrir Professional Golfers Association, eða Samtök atvinnukylfinga. Samtökin á Íslandi voru stofnuð veturinn 1988 af þeim John Drummond, David Barnwell og Phil Hunter. Í ársbyrjun 2010, eru félagsmenn 62 talsins þar af 6 með aukaaðilid. Til að fræðast nánar um félagið er bent á síðuna „Um félagið“. Þar er saga PGA rakin í stuttu máli og hægt er að nálgast fréttabréf félagsins og annað útgefið efni.
PGA á Íslandi rekur Golfkennaraskólann, sem stendur fyrir faglegu og krefjandi golfkennaranámi. Námið er byggt á því besta sem þekkist erlendis. Á síðunni „Golfkennaraskólinn“ eru ýmsar upplýsingar um starfssemi skólans, m.a. námskrá, yfirlit yfir kennara og umsóknareyðublaðið.
Eitt af meginmarkmiðum heimasíðunnar er að koma á framfæri upplýsingum til kylfinga á Íslandi um hvar hægt er að finna PGA golfkennara. Á síðunni „Félagsmenn“ er yfirlit yfir alla PGA félagsmenn á landinu. Einnig er hægt að smella á hlekkina hér fyrir neðan til að nálgast þessar upplýsingar.