Rúnar Arnórsson framkvæmdastjóri PGA mun að eigin ósk láta af störfum hjá félaginu 1. mars næstkomandi. Rúnar hefur starfað sem framkvæmdastjóri PGA í næstum 3 ár. Hann er nú í námi í PGA golfkennaraskólanum.
Björn Kristinn Björnsson, formaður PGA: „Stjórn PGA þakkar Rúnari fyrir störf hans fyrir félagið og óskar honum góðs gengis á nýjum vettvangi“.
Rúnar Arnórsson, fráfarandi framkvæmdastjóri PGA: „Það eru tæp þrjú ár síðan ég tók við stöðu framkvæmdastjóra PGA á Íslandi. Á þeim tíma hef ég séð félagið vaxa mikið og hefur félagið á sama tíma upplifað einskonar vaxtarverki. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir samstarfið. Ég hef mikla trú á félaginu og að ný stjórn komi því á rétta braut þar sem félagar eru stoltir að vera í PGA á Íslandi“.