Þeir Ólafur Már Sigurðsson og Þórður Rafn Gissurarson reyna nú fyrir sér á fyrsta stigi úrtökumóts Evróputúrsins á Fleesensee vellinum í Þýskalandi.
Ólafur Már er í 38. sæti eftir tvo hringi, hann spilaði fyrri hringinn á parinu eða 72 höggum og þann seinni á einu yfir pari eða 73 höggum. Þórður rafn er í 79. sæti en hann spilaði báða hringina á 76 höggum og er því samtals á 8 höggum yfir parinu.
Af 92 kylfingum munu 22 komast áfram á annað stig úrtökumótssins sem spilað verður á Spáni.
Fylgjast má með stöðunni á mótinu hér