Aðalfundur PGA 2020 – Birgir Leifur Hafþórsson nýr formaður PGA á Íslandi

Screenshot 2020-02-21 at 11.36.01Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram sunnudaginn 9. febrúar í íþróttamiðstöð GKG og voru 30 félagsmenn mættir til fundarins. Hápunktur dagsins var áhugarverður fyrirlestur frá Dr. Matt Bridge sem er með PhD gráðu í íþróttavísindum frá Birmingham University og hefur starfað við golfþjálfun síðan 2003. Hann hefur haldið fyrirlestra og námskeið fyrir leikmenn og þjálfara víðs vegar um heiminn. Hin árlega púttkeppni var á sínum stað, leiknar voru 9 holur á Leirdalsvelli í golfhermum GKG og að lokum snæddu félagsmenn saman um kvöldið og skemmtu sér vel.

Screenshot 2020-02-21 at 11.36.27Á sjálfum aðalfundinum fór Sigurpáll Geir Sveinsson, formaður PGA á Íslandi, yfir skýrslu stjórnar. Ólafur Björn Loftsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir reikninga félagsins og kynnti fjárhagsáætlun ársins. Fimm PGA meðlimir gáfu kost á sér í stjórn félagsins og hlutu þau Ástrós Arnarsdóttir, Birgir Vestmar Björnsson, Dagur Ebenezersson og Sigurpáll Geir Sveinsson stjórnarkosningu til tveggja ára. Arnar Már Ólafsson, Birgir Leifur Hafþórsson, Karl Ómar Karlsson og Sturla Höskuldsson voru kosin fyrir ári síðan til tveggja ára og mynda þessir átta PGA meðlimir því stjórn félagsins árið 2020. Derrick Moore, Hulda Birna Baldursdóttir og Snorri Páll Ólafsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og vill PGA á Íslandi koma á framfæri þökkum til þeirra fyrir frábært starf á liðnum árum.

Screenshot 2020-02-21 at 09.26.41Samkvæmt lögum félagsins velur nýkjörin stjórn formann úr sínum röðum. Á fyrsta stjórnarfundi nú á dögunum ákvað Sigurpáll Geir Sveinsson, sem hefur verið formaður félagsins síðustu tvö ár, að stíga til hliðar. Birgir Leifur Hafþórsson gaf kost á sér að taka við af Sigurpáli og var samþykktur af stjórn sem formaður félagsins.

 

Eftirfarandi verðlaun voru veitt á aðalfundardeginum fyrir árið 2019:

84487341_2081748381970896_2531040552703492096_o

 

 

Kennari ársins: Arnar Már Ólafsson

 

 

 

 

 

Screenshot 2020-02-21 at 09.41.10

 

Kylfingur ársins: Guðmundur Ágúst Kristjánsson (valið af matsnefnd PGA)

 

Meistari ársins: Guðmundur Ágúst Kristjánsson (lægsta skor atvinnukylfings í Íslandsmótinu í höggleik)

Tögg :

Deila frétt :

Nýlegar fréttir

Let's Join Wih Us

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis pulvinar dapibus.