Aðalfundur PGA verður haldinn laugardainn 21. janúar í Hraunkoti.
Mæting er kl. 11.00. , þá mun Agnar Már að halda fyrirlestur um það sem helst brann á mönnum á aðalfundi PGA‘s of Europe .
Eftir kynninguna verður léttur hádegisverður í boði PGA.
Kl. 13.00 ætlum við að skipta félögum uppí 3 vinnuhópa og fá umræður og hugmyndir varðandi eftirfarandi þrjú atriði.
1. Pæjugolf PGA 2012. 2. Tekjumöguleikar PGA 3. Mótamál PGA
Þegar þessari vinnu lýkur höldum við Púttmót PGA 2012. Einar Lyng hefur titil (lopapeysu) að verja og ætlar hann ekki að láta titilinn af hendi svo auðveldlega.
Aðalfundurinn verður svo settur kl. 16.00, samkvæmt lögboðinni dagskrá og ætti að ljúka um kl. 17.00