Aðalfundur PGA var haldin um helgina og voru 50-60 manns sem mættu á fundinn sem tókst með ágætum. Dagskráin hófst á fyrirlestri frá Tómasi Frey Aðalsteinssyni, íþróttasálfræðingi við Williams College í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann ræddi um starf sitt sem hann hefur verið að vinna með USGA, United States Golf Association, undanfarin ár og kom margt mjög áhugavert þar fram.
Í seinni fyrirlestrinum mættu þeir Ian Randall og Aston Ward en þeir stýra daglegum rekstri Confederation of Professional Golf eða CPG eins og við þekkjum það best. Þeir fóru yfir það með okkar félagsmönnum hvert hlutverk CPG væri og hvernig þeir gætu hjálpað okkur að vaxa og dafna. Fyrr um daginn áttu þeir einnig langan fund með hluta af stjórn PGA, Böðvari Valgeirssyni og Guðmundi Daníelssyni. En þeir ætla aðstoða PGA við tæknileg mál sem snúa að CPG.
Ýmsar umræður áttu sér stað á þessum fundi og á næstu vikum mun stjórn fara betur yfir þau með félagsmönnum.
Aðalfundur fór svo fram að loknum fyrirlestrum og tókst ágætlega upp. Rekstur félagsins stendur vel eins og sjá má í ársreikningi félagsins. https://pga.is/wp-content/uploads/2025/02/Arsreikningur-PGA-2024-1-1.pdf
Ingibergur Jóhannsson tók að sér fundarstjórn og fórst mjög vel úr hendi eins og flest allt sem hann tekur sér fyrir hendur.
Skoðunarmenn félagsins voru valin Hulda Birna Baldursdóttir og Ingibergur Jóhannsson.
Engin tók að sér að vera í matsnefnd félagsins en það er nefnd sem, ljóst er að þurfi að endurskoða.
Stjórnarkosning fór einnig fram. Arnar Már Ólafsson, Grétar Eiríksson og Katrín Dögg Hilmarsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og er þeim þakkað kærlega fyrir þeirra störf í þágu félagsins. Björn Kristinn Björnsson gaf aftur á móti kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa.
Sex félagsmenn buðu sig fram í stjórn, Auður Björt Skúladóttir, Berglind Björnssdóttir, Björn Kristinn Björnsson, Guðjón G. Daníelsson, Hlöðver Guðnason og Jóel Gauti Bjarkason.
Að lokinni kosningu voru Auður, Berglind, Björn og Hlöðver hlutskörpust og voru því kosin í stjórn félagsins til næstu tveggja ára.
Stjórn félagsins er því skipuð eftirfarandi félagsmönnum: Andrea Ásgrímsdóttir, Auður Björt Skúladóttir, Berglind Björnsdóttir, Björn Kristinn Björnsson, Hlöðver Guðnason, Íris Lorange Káradóttir, Margeir Vilhjálmsson og Þórður Rafn Gissurarson.
Kynjahlutfallið í stjórn er jafnt, fjórar konur og fjórir karlar og höfðu Ian og Aston orð á því að það væri sögulegt meðal aðildarfélaga CPG. Virkilega gaman að því .
Aðalfundur ákvað einnig að farið skildi betur yfir lög félagsins en það má segja að það sé kominn tími til að endurskoða lögin og breyta orðalagi. Aðalfundur samþykkti einnig að boðað verði til auka aðalfundar í maí þar sem kosið verður um breytingar á lögunum.
Fyrsti stjórnarfundur fer fram í vikunni og þar munu stjórnarmenn skipta með sér verkum og leggja línurnar.
