Auglýst eftir golfkennara á landsbyggðina

Golfklúbburinn Ós, Blönduósi og Golfklúbbur Skagastrandar auglýsa eftir golfkennara sumarið 2012.

Mikill áhugi er hjá þessum klúbbum að efla barna-og unglingastarf  og fá fleiri „fullorðna“ til að stunda golfíþróttina á svæðinu. Kennslan færi  fram á báðum stöðum. Við leitum að kennara í fullt starf eða hlutastarf, vinna í boði ef áhugi er fyrir hendi.

Blönduós stendur við þjóðveginn og er um það bil 15 mínútna akstur frá Blönduósi til Skagastrandar. Vatnahverfisvöllur er á Blönduósi og Háagerðisvöllur á Skagaströnd. Báðir vellirnir eru 9 holu vellir í fallegu umhverfi  fjarri ys og þys. Í þessum tveimur klúbbum eru um það bil 80 félagar.

Tilvalið starf fyrir áhugasaman og metnaðarfullan  kennara sem vill taka þátt í uppbyggingu á landsbyggðinni  sem skilar af sér upprennandi golfsnillingum.

Frekari upplýsingar gefa:

Jóhanna G. Jónasdóttir, formaður GÓS.  Sími 864 4846. Netfang: jgjon@mi.is
Ingibergur  Guðmundsson,  formaður GSK.  Sími: 892 3080. Netfang: ig@simnet.is

Tögg :

Deila frétt :

Nýlegar fréttir

Let's Join Wih Us

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis pulvinar dapibus.