Davíð Gunnlaugsson ráðin verkefnastjóri PGA á Íslandi

Davíð Gunnlaugs
Davíð Gunnlaugsson

PGA á Íslandi hefur ráðið Davíð Gunnlaugsson sem verkefnastjóra samtakanna.  Að sögn Hlyns Geirs Hjaltasonar, formanns PGA þá eru samtökin nú á tímamótum. „Við höfum unnið að stefnumótun félagsins undanfarna mánuði og okkar verkefni er að vinna að framgangi golfíþróttarinnar á Íslandi. Það ætlum við að gera með þremur megin markmiðum, efla unglingagolfið, auka vægi kvenna í íþróttinni og vinna þétt með landsbyggðinni í þeirra uppbyggingarstarfi.“

Davíð Gunnlaugsson er ráðinn til samtakanna til að verkefnastýra verkefnum sem lúta að fyrrgreindum markmiðum. Þau verkefni eru:

  • Að setja á laggirnar PGA Unglingagolf sem á sér fyrirmynd í Bandaríkjunum sem PGA Jr. League. Skemmtileg mótaröð sem laðar að börn og unglinga að íþróttinni. Um er að ræða liðakeppni á milli klúbba og geta byrjendur sem og lengri komnir spilað saman í liði þar sem leikfyrirkomulagið er Texas Scramble. Í Bandaríkjunum hefur þetta fyrirkomulag stóraukið nýliðun í íþróttinni.
  • Í fyrra stóð PGA að stelpugolfsdegi í samstarfi við GSÍ, GKG, Íslandsbanka, Eimskip og Icelandair þar sem markmiðið er að auka þátttöku kvenna á öllum aldri í golfi. Þetta verkefni tókst með eindæmum vel og mun PGA standa að slíku verkefni aftur í ár.
  • PGA golfbíllinn er verkefni sem áhugi er að vinna að með þéttu samstarfi við GSÍ. Um er að ræða golfkennarabíl sem fer á milli staða út á landi. Haldin verða námskeið fyrir landsbyggðina í samstarfi við þá golfvelli sem eru út á landi. Meiningin er jafnframt að fá styrk í þetta verkefni frá Ryder Cup fund.

Davíð Gunnlaugsson er 26 ára og er í sambúið með Heiðu Guðnadóttir  og er að útskrifast sem PGA golfkennari í vor. Davíð varð Íslandsmeistari í sveitakeppni unglinga með GKj árið 2005 og hefur nokkrum sinnum verið meðal efstu manna á Eimskipamótaröðinni auk þess að hafa tvisvar verið valinn til að spila í KPMG bikarnum. þá varð Davíð Klúbbmeistari hjá Kili 2014.

Tögg :

Deila frétt :

Nýlegar fréttir

Let's Join Wih Us

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis pulvinar dapibus.