Félagsfundur 20. mars 2011

Stjórn PGA heldur félagsfund sunnudaginn 20. mars kl. 14.00-16.00

Fundurinn fer fram í Hraunkoti.

Efni fundarins er:

Kynning á matskerfi PGA sem mun koma til með að flokka meðlimi eftir því hversu duglegir þeir eru að taka þátt í starfi PGA og að endurmennta sig. Þetta kerfi byggir á punktasöfnun meðlima og mun mæting á fund sem þennan gefa punkta.

Umsjón: Matsnefnd PGA á Íslandi

Kynning á www.draumagolf.is sem PGA á Íslandi hefur fengið til umráða í a.m.k. 1 ár. Þessi vefur er gott verkfæri golfkennara sem allir meðlimir ættu að geta nýtt sér.

Umsjón: Jón Karlsson

Önnur mál. Ef menn hafa eitthvað sem þeir vilja koma á framfæri er um að gera að nýta sér þennan fund til þess.

Stjórn PGA á Íslandi vonast til að sjá sem flesta á fundinum því við erum að vona að þessi verkefni hjálpi okkur að þjappa félaginu saman og gera það enn stærra og sterkara, jafnt innávið sem útávið.

F.h. stjórnar PGA á Íslandi

Sigurpáll Sveinsson
formaður

Tögg :

Deila frétt :

Nýlegar fréttir

Let's Join Wih Us

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis pulvinar dapibus.