Frábær helgi hjá PGA og Golfkennaraskólanum með Christian Marquardt.
Nemendur Golfkennarskólans kláruðu annað árið með góðu prógrammi um helgina.
Christian Marquardt, stofnandi og eigandi SAM Puttlab, kom til landsins og fór yfir grunnþætti sem allir golfkennarar verða að standa klárir á og kunna. Gott að fá kennslu frá þeim allra bestu og vonandi fáum við meira frá honum í framtíðinni.
Landsliðseinvaldurinn og leikskipulagsgúrúinn Ólafur Loftsson í félagi við tölfræðispekinginn okkar Sigmund Einar Másson fóru á kostum og skiluðu góðri kennslu um leikfræði og tölfræði.
Á laugardeginum var hópnum skipt upp í tvennt, annars vegar var einkakennsla í stutta spilinu og nemendum til halds og traust var her manna að hjápa og aðstoða. Takk Nonni Karls, Karl Ómar, Snorri Páll og Úlfar fyrir frábæra endurgjöf og kennslu.
Seinni hlutinn var verkefnavinna tengd viðburðum í sumar, en markmiðið er að klára og framkvæma þá vinnu sem hefur verið unnin á þessu ári. Meira um það síðar þegar það kemur til framkvæmda. Þeirri vinnu stjórnuðu Sigurður Elvar og Siggipalli.
Á sunnudeginum var svo spilað golf á golfvellinum á Suðurnesjum, Íslandsmótsvellinum þetta árið og leikskipulagsverkefni frá Óla Lofts prófuð og útfærð.
Samhliða skólahelginni var PGA og GSÍ með vinnustofu og endurmenntun. Christian Marquardt leiddi þá vinnu og það skilaði góðum árangri. Námskeiðið var opið öllum félagsmönnum PGA á Íslandi og á laugardeginum bættust við okkar bestu leikmenn úr Team Iceland frá GSÍ. Þátttaka var góð og helgin skilur mikið af þekkingu eftir hér hjá okkur.
Eitt af markmiðunum með heimsókninni var að gera okkar félagsmenn hæfari í að nota SAM púttgreiningartækið. Eftir þessa helgi hefur PGA aukið þekkingu þeirra sem komu og þau geta þjálfað og kennt þeim sem vilja nota og leigja tækið af PGA.
Skólinn fer nú í sumarfrí og byrjar aftur í september.
Skólastjórnin.