Fyrsti stjórnarfundur og fundargerðin

Fimmtudaginn 13. febrúar fór fram fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar PGA Ísland. Stjórnin byrjaði á að skipta með sér hlutverkum. Björn Kristinn heldur áfram sem formaður, Þórður Rafn tekur við af Írisi sem varaformaður, Íris verður ritari félagsins og Margeir mun halda áfram sem gjaldkeri. Andrea, Auður, Berglind og Hlöðver eru meðstjórnendur.

Margeir og Hlöðver tóku að sér að setja á fót laganefnd og velja þeir 2-3 félagsmenn með sér í það verkefni. En þeirra hlutverk verður að fara yfir lög félagsins, breyta aðeins til og færa þau yfir í nútímann.

En svo verður boðað til auka aðalfundar í 30. maí næstkomandi þar sem lagabreytingar verða lagðar fyrir félagsmenn eins og samþykkt á aðalfundinum að yrði gert.

Einnig er hugmyndin að senda lið á golfmót CPG sem verður haldið næsta haust/vetur. En spilað verður um það hverjir fara á mótið á vegum PGA Ísland. Það verður því góð ástæða til að taka þátt í golfmótum sumarsins.

Félagsskírteinin fara í prentun um mánaðarmótin og ættu að vera tilbúin í kringum miðjan mars mánuð. Þeir félagsmenn sem vilja endurnýja myndina í skírteininu megið endilega senda nýja mynd á netfangið felagar@pga.is. Sama á við ef þið viljið breyta um mynd eða bæta við upplýsingum um ykkur á heimasíðu okkar.

Hægt er að sjá fundargerðina hér: https://pga.is/wp-content/uploads/2025/02/Fundargerd-13.02.2025-1.pdf

Tögg :

Deila frétt :

Nýlegar fréttir

Let's Join Wih Us

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis pulvinar dapibus.