Golfkennaraskólinn hefst í haust og lýkur að vori 2021. Kennt verður eftir nýju kerfi (European Education Level System) sem hefur verið þróað í nokkur ár af PGA í Evrópu. Námið byggist á þrem þáttum:
- Kennsla og þjálfun (Teaching and Coaching)
- Golfleikurinn (The Game)
- Iðnaðurinn (The Industry)
Hér má finna námsskrá EELS
Inntökuskilyrði:
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og geta lesið og skrifað á ensku
- Hámarksforgjöf nemenda er 5,4 fyrir karla og 8,4 fyrir konur
- Nemendur þurfa að standast spilahæfni PGA golfkennaraskólans (Playing Ability Test). Krafa er gerð að leika tvo hringi í röð á hámark samtals 15 (karlar) eða 20 (konur) yfir SSS vallar, leikið af hvítum (karlar) eða bláum (konur) teigum á mótum samþykktum af skólanefnd PGA (t.d. Eimskipsmótaröðinni).
Námið er þriggja ára lotunám, það hefst í október 2018 og lýkur í maí 2021. Kennt verður í fjórum lotum á önn og fer kennslan ávallt fram föstudegi til sunnudags.
Verð: 1.470.000 (490.000 kr. á ári)
Umsóknarfrestur er til 30. september. Umsókn má finna hér: https://docs.google.com/forms/d/10silkDbBf2tvd-adrkHT0uLgqnk9sSBWex6kn50n9Lw/viewform?edit_requested=true
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Ólafi Birni Loftssyni, framkvæmdastjóra PGA á Íslandi, í gegnum netfangið olafur@pga.is