Golfklúbbur Suðurnesja óskar eftir golfkennara til starfa. Golfkennari gegnir lykilhlutverki í starfi klúbbsins og hefur yfirumsjón með skipulagi og þjálfun kylfinga í klúbbnum.
Starfssvið:
- Stefnumótun og markmiðasetning varðandi golfþjálfun
- Ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjálfunar barna og unglinga
- Ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjálfunar afrekskylfinga
- Ábyrgð á þjónustu við almenna kylfinga á sviði þjálfunar
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Viðurkennt PGA golfkennaranám
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
Umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá umsækjanda og kynningarbréf þar sem ástæða umsóknar er tilgreind.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Þór Jóhannsson framkvæmdastjóri GS, í síma 846-0666 eða á netfanginu gtj@gs.is .Umsóknarfrestur er til 15. desember.
Umsóknum má skila á gtj@gs.is.