GOLFKLÚBBURINN KJÖLUR AUGLÝSIR EFTIR GOLFKENNARA
Laus er til umsóknar staða golfkennara Golflkúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ. Golfklúbburinn Kjölur er einn af stærstu golfklúbbum landsins og opnaði sumarið 2011 sem 18 holur. Aðstaða til æfinga yfir sumartímann er góð en nú í sumar opnaði nýtt „pitch“ æfingasvæði við vélaskemmu þar sem möguleiki er að slá inn á flöt allt að 70 metra. Þá opnaði einnig 6 holu æfingavöllur sem nýtist vel í kennslu. Fyrir á eldra svæði klúbbsins er fínt æfingasvæði sem og tvær vipp og púttflatir. Æfingaaðstaða yfir vetrartímann er í vélaskemmu en þar er 9 holu pútt og vippflöt og aðstaða til þess að slá í net.
Golfklúbburinn Kjölur hefur átt kylfinga í fremstu röð undanfarin ár og stefnir að því að halda því áfram. Mikill og góður hópur ungra og efnilegra kylfinga er í klúbbnum og er framtíðin björt í Mosfellsbænum. Sjá nánar hér