Heiðar Davíð Bragason – PGA golfkennari mánaðarins

Heiðar Davíð á Íslandsmótinu í höggleik 2014 Mynd: www.kylfingur.is
Heiðar Davíð á Íslandsmótinu í höggleik 2014
Mynd: www.kylfingur.is

Nú kynnum við til leiks nýjan lið á síðunni en við munum kynna einn PGA golfkennara sérstaklega í hverjum mánuði. Það er við hæfi að hefja leikinn á Heiðari Davíð Bragasyni en hann var núna í janúar valinn golfkennari ársins á aðalfundi PGA félagsins. Heiðar Davíð hefur starfað við golfkennslu undanfarin ár á Dalvík og náð frábærum árangri í barna og unglingastarfinu. Heiðar var á sínum tíma einn allra besti kylfingur okkar Íslendinga og náði frábærum árangri í áhugamannamótum á alþjóðavísu.

Heiðar Davíð er búsettur á Dalvík og er giftur Guðríði Sveinsdóttur og saman eiga þau tvo drengi.

Heiðar svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur:

Heiðar Davíð og Guðríður
Heiðar Davíð og Guðríður
Mynd: Golfmyndir (Facebook)

Nafn:  Heiðar Davíð Bragason

Aldur:  37 ára

Klúbbur: Golfklúbburinn Hamar Dalvík

Hvenær byrjaðir þú í golfi?  9 eða 10 ára á Blönduósi.

Helstu afrek í golfinu?  Sigraði Spænska konungsbikarinn(Opna Spænska Áhugamanna) og Opna Velska 2004.  Valinn í Evrópuúrval til þess að leika gegn Stóra Bretlandi og Írlandi í St.Andrews trophy 2004.  Stigameistari GSÍ mótaraðarinnar 2003 og 2005.  Íslandsmeistari í höggleik 2005.

Hvenær byrjaðir þú að kenna golf?  Ég byrjaði að leiðbeina krökkum í golfi 1997 eða ´98 á Blönduósi en það er nú varla hægt að kalla það golfkennslu þar sem þekkingin á íþróttinni var ekki yfirgripmikil hjá mér á þessum tíma.

Af hverju ákvaðst þú að fara að kenna golf?  Arnar Már Ólafsson hringdi í mig og hvatti mig til þess að taka slaginn og skrá mig í golfkennaraskólann, fram að því hafði ég ekkert velt golfkennaranáminu fyrir mér.  Ég sagðist hugsa málið….en ætlaði mér ekki að fara í námiðJ  Arnar var samt búinn að koma hugmynd í kollinn á mér og löngunin til þess að kenna golf varð smá saman til.

Hvað er það skemmtilegasta við starfið?  Að sjá fólk ná árangri.  Og þá sérstaklega svipurinn á krökkum þegar þau uppgvöta eitthvað nýtt í leiknum eða ná að framkvæma eitthvað sem var þeim áður ómögulegt.

Starfar þú eingöngu við golfkennslu?  Nei, ég er í 100% stöðu við Dalvíkurskóla og kenni þar íþróttir og sund auk þess að sinna þjálfun golfklúbbsins.

Er eitthvað eitt ráð sem þú getur gefið kylfingum?  Sækið golfkennslu til PGA kennara.

Heiðar Davíð Bragason Mynd: Golfmyndir (Facebook)
Heiðar Davíð Bragason
Mynd: Golfmyndir (Facebook)

Hvað er besta ráð sem þú hefur fengið?  Staffan Johansson sagði mér að lesa bókina Golf Is Not A Game Of Perfect eftir Bob Rotella.

Hvaða golfkennari á Íslandi hefur haft mest áhrif á þig?  Get ekki valið einn úr. Þrír kennarar komu aðallega að minni þjálfun í keppnisgolfi en það voru í réttri röð Árni Sævar Jónsson, Ingi Rúnar Gíslason og Staffan Johansson og allir höfðu þeir sitt fram að færa í þróuninni á mínum leik.

Hver eru markmiðin þín í golfkennslunni?  Hafa gaman af golfkennslunni.

Hvetjum svo kylfinga og áhugamenn um golf að fylgjast með á Facebook síðu PGA á Íslandi. 

Tögg :

Deila frétt :

Nýlegar fréttir

Let's Join Wih Us

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis pulvinar dapibus.