Matsnefnd
Matsnefnd PGA á Íslandi leggur fram og ber ábyrgð á flokkun félagsmanna samkvæmt endurmenntunarkerfi félagsins. Í nefndinni skulu vera a.m.k. þrír aðilar, allir fullgildir félagsmenn PGA. Eftirfarandi aðilar skipa nefndina árið 2019: Jón Þorsteinn Hjartarson, Victor Viktorsson og Snorri Páll Ólafsson
Lýsing og markmið
Í öllum faggreinum á sér stað framþróun og fyrir fagaðila er nauðsynlegt að viðhalda og auka vitneskju sína með þátttöku í námskeiðum og ráðstefnum. Ein af skyldum PGA meðlima er leggja sitt af mörkum, gefa af sér og deila kunnáttu sinni til annara. Með þeim hætti er hægt að efla útbreiðslu golfíþróttarinnar. Auk fyrirlestra og námskeiða þá getum við lagt golfklúbbum lið á ýmsan hátt, svo sem með þátttöku í stjórnum/nefndum og við dómgæslu á mótum. Enn frekar, þá er mikilvægt fyrir PGA félaga að viðhalda eigin golfkunnáttu, t.d. með þátttöku í helstu mótum landsins.
Eðlilegt er að gerður sé greinarmunur og þeim félagsmönnum sem sækja sér endurmenntun og hafa metnað til að vera í fararbroddi í sínu fagi. Með endurmenntunarkerfi PGA á Íslandi skapast félögum tækifæri til þess að fá umbun fyrir þátttöku í, og með flutningi námskeiða, auk annara viðfangsefna, svo sem keppnisþátttöku ofl. Öll verkefni sem tekið er þátt í, og lögð fram til stigasöfnunar, verða að vera yfirfarin og samþykkt af Matsnefnd PGA á Íslandi.
Endurmenntunarkerfi PGA á Íslandi er hannað með það að leiðarljósi að félagar fái stig fyrir þátttöku í starfsemi eins og lýst er hér á eftir, en árlega fyrnist þó ákveðinn stigafjöldi, sem veitir aðhald og hvatningu fyrir félagsmenn PGA að sækja sér stöðugt endurmenntun. Endurmenntunarkerfið er hannað að fyrirmynd PGA of Sweden, en mikilvægt er að kerfi okkar eigi samhljóm með öðrum virtum endurmenntunarkerfum, sem gerir okkar félagsmönnum betur kleyft að sína fram á stöðu sína og hæfni meðal annara þjóða.
Hægt er að öðlast endurmenntunarstig:
- Með þátttöku í skólahaldi á vegum PGA, námskeiðum, ráðstefnum ofl. á vegum PGA, ÍSÍ, GSÍ eða annara sérsambanda.
- Með umsjón og flutningi á fyrirlestrum og námskeiðahaldi.
- Með stjórnarsetu í PGA og GSÍ.
- Með nefndarstörfum fyrir PGA og GSÍ.
- Með þátttöku í stigamótum GSÍ og atvinnumannamótum.
- Með annari starfsemi en þeirri sem lýst er fyrir ofan, en er sótt um og samþykkt af matsnefnd PGA.
Flokkun PGA meðlima
PGA á Íslandi aðgreinir meðlimi sína á þrjá vegu samkvæmt lögum félagsins:
- Er útskrifaður PGA kennari frá viðurkenndum skóla samkvæmt stöðlum PGAE.
- Er nemi í Golfkennaraskóla PGA eða öðrum viðurkenndum skóla innan PGAE.
- Leikur sem atvinnukylfingur í mótaröðum erlendis, að lágmarki í „3. deild“ atvinnumótaraða (EPD Tour, Nordea Tour osfrv.)
Matskerfi meðlima PGA á Íslandi
Þegar nám er hafið í Golfkennaraskóla PGA á Íslandi eða öðrum viðurkenndum skóla í Evrópu, fær viðkomandi titilinn Golfkennaranemi. Að loknu námi, þar sem nemi hefur staðist allar kröfur, fær hann AA stöðu innan félagsins og fer í lægsta þrep endurmenntunarstigans. Þrep endurmenntunarstigans eru sex, en þau eru:
PGA golfkennari – M1 200-299 stig
PGA golfkennari – M2 300-499 stig
PGA golfkennari – M3 500-699 stig
PGA golfkennari – M4 700-999 stig
PGA golfkennari – M5 1000 stig og hærra (a.m.k. 5 ár sem útskrifaður golfkennari)
PGA golfkennari – Meistaragráða (a.m.k. 10 ár sem útskrifaður golfkennari)
PGA golfkennari – M1 er lægsta þrepið og PGA golfkennari – Meistaragráða er hæsta þrepið. Hægt er að vinna sig upp um eitt þrep per ár með því að sækja sér endurmenntun og vinna sér inn stig með öðrum hætti með því að taka þátt í starfssemi félagsins eða golfhreyfingarinnar.
Til að öðlast Meistaragráðu þarf kennari að uppfylla eftirfarandi skilyrði: A.m.k. 10 ára reynsla frá útskrift PGA náms; vera á M5 stigi í endurmenntunarkerfi; hafa a.m.k. 10 stig í F lið; klára viðurkennt meistaranám frá viðurkenndum háskóla þar sem lokaritgerð fjallar um efni sem tengist og nýtist golfhreyfingunni. Efni lokaritgerð þarf að vera samþykkt af matsnefnd.
Leiðir til að afla stiga í Endurmenntunarkerfi PGA á Íslandi
PGA golfkennari getur unnið sér inn stig eftir átta mismunandi leiðum:
A | Nám í golfkennaraskóla |
B | Félagsaðild í PGA á Íslandi |
C | Útgefið kennsluefni (aðal höfundur) |
D | Þróun á hæfni – Námskeiðahald og þátttaka |
E | Þróun á hæfni – Önnur menntun á háskólastigi |
F | Þróun á hæfni – Keppnisþátttaka í atvinnumannamótum (mótaröðum) |
G | Þróun á hæfni – Keppnisþátttaka í viðurkenndum mótum |
H | Vinna á vegum PGA og GSÍ |
Nánari skýringar:
A | Nemi þarf að hafa lokið og staðist öll skrifleg og verkleg próf, ásamt spilaprófi (Playing Ability Test), samkvæmt reglum Golfkennaraskóla PGA á Íslandi. |
B | Árafjöldi sem Golfkennari hefur verið meðlimur í félaginu og virkur innan golfhreyfingarinnar. Til að fá stig fyrir félagsaðild, þarf meðlimur að fá a.m.k. eitt stig með öðrum hætti. |
C | Aðalhöfundur kennslugreina/þátta sem birtast í viðurkenndum prent-, net- eða skjámiðlum. |
D | Undir þessum lið eru sex mismunandi flokkar. |
E | Háskólamenntun eða sambærilegt stig. Önnur menntun en háskólastig þarf að vera viðeigandi fyrir golfiðnaðinn. |
F | Sjá viðauka varðandi stigagjöf þessa flokks. Keppnisþátttaka í atvinnumótaröðum telur aftur í tímann, jafnvel áður en PGA aðild var fengin. |
G | Keppnisþátttaka í viðurkenndum atvinnu- og áhugamannamótum. |
H | Meðlimur fær stig fyrir þátttöku í starfssemi PGA og GSÍ, svo sem dómgæslu, mótsstjórn ofl. |
Samantekt varðandi stigasöfnum
Grunnregla varðandi stigasöfnun er að viðfangsefnið eða námskeiðið hafi skipulagða dagskrá og sé viðurkennt, eða nýtist sannanlega golfiðnaðinum. Stig eru ekki veitt fyrir það sem mætti kalla eðlilegan hluta af starfi golfkennara, s.s. þjálfun eða samtöl/fundir með öðrum golfkennurum/þjálfurum. Margir golfkennarar auka sýna þekkingu með lestri bóka, samtölum eða uppbyggjandi hugsunum. Slíka sjálfsmenntun er ekki hægt að mæla eða gefa stig fyrir.
Matsnefnd áskilur sér rétt að kalla eftir vottorði vegna stigaöflunar á námskeiðum. Vegna námskeiða á vegum PGA þarf ekki að skila vottorði, enda sé haldin mætingaskrá.
Frádráttur stiga
Matskerfið á að virkja hvetjandi fyrir félagsmenn, svo þeir haldi áfram stöðugri endurmenntun, enda er hröð þróun í okkar fagi, sem og meiri þörf fyrir golfkennara að auka þekkingu sína á mismunandi sviðum. Markmið PGA á Íslandi er að stuðla að stöðugri framþróun meðlima, því munu 10 stig dragast frá ár hvert, utan fyrstu þriggja ára eftir útskrift úr skóla. Frádráttur stiga mun þó ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi 2013. Félagsaðild gefur 20 stig. Gerð er krafa um að golfkennari sem starfar hér á landi sé félagsmaður PGA á Íslandi til að halda stöðu sinni. Ef golfkennari hættir í félaginu tapar hann 20 stigum per ár og missir AA stöðu ef stig hans eru neikvæð á þriggja ára tímabili. Um leið og stigasöfnun er komin í 0 eða jákvæða stöðu, þá nær meðlimur aftur AA stöðu. Meðlimur mun ekki falla niður þrep, þ.e. ef þrepi M4 hefur verið náð, þá stendur golfkennari á því þrepi, þrátt fyrir frádrátt stiga. Hinsvegar, eykst stigafjöldinn sem frádrætti nemur, til að ná næsta þrepi.
Starfi golfkennari erlendis, er ekki gerð krafa um aðild að PGA á Íslandi, og heldur viðkomandi sinni stöðu og stigafjölda í endurmenntunarkerfinu.
Reglur varðandi stigagjöf
A Nám í golfkennaraskóla
Við útskrift fær nemandi 200 stig | 200 stig |
B Félagsaðild í PGA á Íslandi
Félagsaðild telur frá útskriftarári | 20 stig per ár |
C Útgefið kennsluefni
Aðalhöfundur kennsluefnis. Matsnefnd metur innihald og vægi og getur veitt að
hámarki 20 stig.
Þarf að vera gefið út af viðurkenndum miðli. | 1-20 stig |
D Þróun á hæfni – Námskeiðahald og þátttaka
D1.
Fyrirlestur/námskeið 1-4 klst (t.d. hjá sérsambandi) | 5 stig |
Fyrirlestur/námskeið heill dagur | 10 stig per dag |
D2. Endurmenntun á vegum PGA
1-4 klst. | 15 stig |
Heill dagur | 25 stig per dag (hám. 50 stig) |
D3.
Sérhæfð PGA námskeið PGA sem veita prófskirteini | 70-90 stig per námskeið |
D4.
Framhaldsnám á vegum PGA er veita prófskirteini | 120 stig per námskeið |
D5.
Vegna endurmenntunar sótta til útlanda, skal metið hversu miklu skal bætt við stigagjöf. |
Viðmiðunarreglan er að þátttakandi fái tvisvar sinnum fleiri stig en námskeiðið gefur samkvæmt stigatöflu, þó ekki fleiri en 50 stig aukalega. Leggja skal fram auglýsingu/dagskrá námskeiðs og greiðslukvittun fyrir þátttöku.
D6.
a) | Námskeiðs leiðbeinandi/fyrirlesari | 25-40 stig |
b) | Stundakennari við Golfkennaraskóla PGA) | 1 stig per klst – hámark 25 stig per ár |
c) | Fastur kennari við Golfkennaraskóla PGA (tutor) | 30 stig per ár |
d) | Mentor vegna Golfkennaraskóla PGA | 15 stig per ár |
e) | Umsjónarkennari valinna faga í Golfk.skóla PGA | 40-60 stig per ár |
f) | Skólastjórn/daglegur rekstur Golfk.skóla PGA | 60 stig per ár |
E Önnur menntun á háskólastigi
Stig eru reiknuð aftur í tímann, jafnvel fyrir PGA aðild og útskrift
a) | Almenn námskeið á háskólastigi | 1 – 10 stig |
b) | Háskólagráða, BA/BS | 80 stig |
c) | Íþróttakennaramenntun | 80 stig |
d) | Íþróttakennaramenntun (golf sérhæfing) | 100 stig |
e) | Menntaskóli/fjölbraut, af íþróttabraut (útskrifast) | 20 stig |
f) | Önnur útskrift á háskólastigi (t.d. Tækni-, Landb.skóli) | 20-60 stig |
F Þátttaka í atvinnumannamótum (mótaröðum)/landslið – hámark 400 stig
Stig eru reiknuð aftur í tímann, jafnvel fyrir PGA aðild og útskrift
1. | deild PGA/LPGA/ET/LET |
2. | deild Challenge Tour, Web.com Tour, Asian Tour og mótaraðir sem flokkast 2. deild. |
3. | deild Nordea Tour, EPD Tour, Alps Tour og aðrar mótaraðir sem flokkast 3. deild. |
Viðauki F
Sigur í PGA/LPGA/ET/LET mótaröðum | 100 stig |
2-5 sæti | 60 stig |
6-10 sæti | 40 stig |
11-15 sæti | 30 stig |
16-25 sæti | 20 stig |
Þátttaka í móti | 10 stig per mót |
2. deild (s.s. Challenge Tour, Web.com Tour)
Sigur | 50 stig |
2-5 sæti | 30 stig |
6-10 sæti | 20 stig |
11-15 sæti | 15 stig |
16-70 sæti | 10 stig |
Þátttaka í móti | 5 stig per mót |
Minni mótaraðir, 3. deild
Sigur | 30 stig |
2-10 sæti | 15 stig |
Þátttaka í móti | 3 stig per mót |
PGA Meistaramótið á Íslandi
Stigameistari | 20 stig |
2-3 sæti | 10 stig |
Peningalisti, Order of Merit, í lok tímabils 1. deild
1-10 | 50 stig |
11-30 | 30 stig |
31-100 | 15 stig |
Peningalisti í lok tímabils, 2. deild
1-10 | 30 stig |
11-30 | 20 stig |
31-100 | 10 stig |
Landsliðsþátttaka (áhugamanna)
HM landsliða | 7 stig |
EM landsliða og einstaklinga | 7 stig |
Önnur mót sem nefndin metur | 1-5 stig |
G Keppnisþátttaka í viðurkenndum mótum
Stig gefin eftir að meðlimur hefur lokið námi og útskrifast. Stigagjöf samkvæmt viðauka G.
Viðauki G.
PGA/LPGA/ET/LET, per mót | 10 stig |
Challenge/Web.com, Senior Tour, per mót | 10 stig |
3 deild, per mót | 5 stig |
Sænski minitour, per mót | 3 stig |
PGA PRO-AM | 5 stig |
Mót á vegum PGA á Íslandi, per mót | 3 stig |
Önnur áhugamannamót:
GSÍ mótaröð (Eimskipsmótaröðin), per mót | 3 stig |
Íslandsmót í höggleik/holukeppni | 5 stig |
Meistaramót klúbba | 3 stig |
Önnur mót sem nefndin metur | 1-5 stig |
H Vinna á vegum PGA og GSÍ
Stigagjöf samkvæmt viðauka H.
Viðauki H.
Formaður PGA á Íslandi | 40 stig |
Stjórnarmaður PGA á Íslandi, per ár | 10 stig |
PGA nefndarformaður, per ár | 10 stig |
Nefndarseta, per ár | 5 stig |
Stjórnarmaður GSÍ, per ár | 10 stig |
GSÍ nefndarformaður, per ár | 10 stig |
Nefndarseta GSÍ, per ár | 5 stig |
Landsliðsþjálfari | 10 stig |
Aðstoð við þjálfun landsliða | 1-5 stig |
Dómgæsla, per mót | 1-5 stig |
Mótsstjórn, per mót | 1-5 stig |
Nánari skilgreiningar á viðburðum
Endurmenntun innanlands:
Námskeið skulu vera haldin á vegum PGA, ÍSÍ, GSÍ eða annara sérsambanda, Íþrótta- og tómstundaráði bæjarfélags. Til að fá stig fyrir flutning námskeiðs/fyrirlesturs þarf það að vera undir merkjum PGA, auglýst af PGA og haldið fyrir PGA meðlimi. Einnig er hægt að fá stig samkvæmt lið D6 þegar haldnir eru fræðlufyrirlestrar er varða úbreiðslu eða kennslu tengt golfíþróttinni, fyrir hóp fólks. Þó eru ekki veitt stig fyrir fræðslufyrirlestra er teljast eðlilegur hluti af starfi, s.s. foreldrafundir og fræðslufundir. PGA á Íslandi skuldbindur sig til að halda a.m.k. þrjú námskeið/fyrirlestra hvert ár sem gefa stig til endurmenntunar. Ef það tekst ekki dragast einungis 5 stig frá það ár. Falli námskeið ekki undir ofangreind skilyrði, er hægt að sækja um mat til stiga til Matsnefndar.
Endurmenntun erlendis:
Námskeið sótt erlendis verða að vera viðurkennd af þarlendum PGA samtökum. Falli námskeið ekki undir ofangreind skilyrði, er hægt að sækja um mat til stiga til Matsnefndar.
Umsókn um stig til endurmenntunar
Stig félagsmanna eru reiknuð aftur í tímann og sjá einstaklingar um að taka saman yfirlit um feril sinn, vegna þeirra viðburða sem sótt er um til stigasöfnunar. Skila verður yfirlitinu á sérstöku matsblaði sem útbúið er af Matsnefnd. Vegna stöðumats til og með 2012 skal skila inn matsblaði eigi síðar en 31. mars 2013. Eftir það skal skila inn matsblaðinu með yfirliti yfir stigasöfnun hvers árs, eigi síðar en 31. desember. Matsblaðinu verður dreift til félagsmanna. Matsnefnd tekur ákvörðun um hvort námskeið og aðrir viðburðir teljast gjaldgengir til stigagjafar. Matsblaðinu skal skila til formanns Matsnefndar, Jóns Þorsteins Hjartarsonar, betragolf@gmail.com