Metfjöldi hóf golfkennaranám í haust – þriggja ára nám framundan

IMG_4169

Fremsta röð frá vinstri: Írena Ásdís Óskarsdóttir, Hallsteinn Traustason, Guðjón Grétar Daníelsson, Grétar Eiríksson, Axel Bóasson, Magnús Birgisson (PGA kennari)
Miðjuröð frá vinstri: Sturla Höskuldsson (PGA kennari), Dagur Ebenezersson, Jón Andri Finnsson, Ólafur Björn Loftsson, Birgir Vestmar Björnsson, Ástrós Arnarsdóttir, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir.
Aftasta röð frá vinstri: Guðmundur Daníelsson, Þorlákur Grímur Halldórsson, Rafn Stefán Rafnsson, Gunnar Geir Gústafsson, Ari Magnússon, Margeir Vilhjálmsson Á myndina vantar: Steinn Baugur Gunnarsson, Brynjar Örn Rúnarsson

Það var líf og fjör í Hraunkoti í Hafnarfirði á dögunum þar sem fullorðið fólk lék sér eins og börn með bros á vör. Þar stóð yfir kennslustund í Golfkennaraskóla PGA á Íslandi. PGA-kennarnir Magnús Birgisson og Sturla Höskuldsson sáu um kennslustundina þar sem nemendurnir skemmtu sér vel í SNAG golfleikjafræðum.

Alls eru 19 nemendur skráðir í PGA-námið að þessu sinni og aldrei áður hafa jafnmargir nemendur verið í skólanum á sama tíma.

Þetta er fimmti árgangur Golfkennaraskóla PGA á á Íslandi en námið tekur alls þrjú ár.

Í ár eru 10 ár frá því að fyrstu nemendur í Golfkennaraskóla PGA á Íslandi útskrifuðust.

„Það ríkir mikil eftirvænting hjá okkur í PGA á Íslandi varðandi námið í ár. Liðin eru þrjú ár frá því að síðasti kennarahópurinn útskrifaðist,“ segir Ólafur Björn Loftsson framkvæmdastjóri PGA á Íslandi en hann er einn af þeim 19 sem eru í PGA-náminu núna.

Ólafur segir að PGA á Íslandi hafi lagt mikla vinnu í það á undanförnum misserum að uppfæra kennsluskrá sína til þess að uppfylla kröfur PGA í Evrópu um golfkennaranám.

„Það þarf að vinna eftir þeirra stöðlum í ákveðnum þáttum námsins. Með þessum hætti er verið að tryggja að skólinn öðlist alþjóðlega viðurkenningu sem uppfyllir allar kröfur sem endurspegla þarfir golfmarkaðarins,“ segir Ólafur Björn.

Eins og áður segir eru 19 nemendur eru skráðir í skólann og er fyrsta önnin hálfnuð en námið tekur 3 ár. Þetta er stærsti árgangur frá upphafi skólans og ríkir góð stemning í hópnum á meðal nemenda og kennara. Það eru frábær tíðindi fyrir framþróun golfíþróttarinnar að PGA menntuðum golfkennurum á Íslandi haldi áfram að fjölga.

 

Tögg :

Deila frétt :

Nýlegar fréttir

Let's Join Wih Us

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis pulvinar dapibus.