Mikið í gangi hjá spilandi PGA atvinnumönnum

Tinna, Ólafur Már, Þórður Rafn og Birgir Leifur í eldlínunni

Tinna spilaði lauk sínu fyrsta atvinnumannamóti í dag með glæsilega frammistöðu, þar sem hún endaði í i sjötta sæti á Cactus Tour. Tinna spilaði á 76-71-71 = 218 höggum og hlaut í verðlaun USD 750,-.

Ólafur Már Sigurðsson er í glæsilegri stöðu fyrir síðasta hringinn á fyrsta stigi úrtökumóts Evróputúrsins. Hann er í 21 sæti en 22 efstu kylfingarnir komast áfram á annað stig úrtökumótsins. Ólafur Már spilaði á 69 höggum í dag eða á þremur höggum undir pari og er samtals á tveim höggum undir pari.

Þórður Rafn Gissurarson tekur þátt í sama móti og Ólafur og hefur ekki alveg náð sér á strik. Fyrir loka hringinn er hann á 13 höggum yfir pari og í 74. Sæti.

Þá er Birgir Leifur Hafþórsson að spila glæsilega á Evrópu túrnum, hann spilaði í dag fyrsta hringinn á 69 höggum og er í sjötta sæti.

Tögg :

Deila frétt :

Nýlegar fréttir

Let's Join Wih Us

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis pulvinar dapibus.