Ólafur Loftsson í 41. sæti á Spáni

Ólafur Björn Loftsson
Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn Loftsson er við keppni á Spáni

Í PGA félaginu eru ekki einungis PGA golfkennarar heldur einnig spilandi atvinnumenn. Ólafur Loftsson er einn af okkar spilandi atvinnumönnum og er hann búinn að vera við keppni á Nordic Golf League á Spáni undanfarnar vikur. Nú í dag lauk hann keppni á Mediter Real Estate Masters sem fram fór á PGA Catalunya golfsvæðinu rétt við Barcelona.

Spilamennska Ólafs var nokkuð stöðug þessa 3 hringi en hann lék á 71, 73 og 70 höggum. Ólafur lauk leik á tveimur höggum yfir pari og endaði í 41. sæti af 141 keppendum. Næsta mót hjá Ólafi er á sama svæði, PGA Catalunya daganna 15. -17. mars næstkomandi. Óskum við Ólafi góðs gengis í framhaldinu.

Hægt er að fylgjast nánar með Ólafi á Facebook síðu hans með því að smella hér.

 

Tögg :

Deila frétt :

Nýlegar fréttir

Let's Join Wih Us

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis pulvinar dapibus.