Metfjöldi hóf golfkennaranám í haust – þriggja ára nám framundan

IMG_4169

Fremsta röð frá vinstri: Írena Ásdís Óskarsdóttir, Hallsteinn Traustason, Guðjón Grétar Daníelsson, Grétar Eiríksson, Axel Bóasson, Magnús Birgisson (PGA kennari)
Miðjuröð frá vinstri: Sturla Höskuldsson (PGA kennari), Dagur Ebenezersson, Jón Andri Finnsson, Ólafur Björn Loftsson, Birgir Vestmar Björnsson, Ástrós Arnarsdóttir, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir.
Aftasta röð frá vinstri: Guðmundur Daníelsson, Þorlákur Grímur Halldórsson, Rafn Stefán Rafnsson, Gunnar Geir Gústafsson, Ari Magnússon, Margeir Vilhjálmsson Á myndina vantar: Steinn Baugur Gunnarsson, Brynjar Örn Rúnarsson

Það var líf og fjör í Hraunkoti í Hafnarfirði á dögunum þar sem fullorðið fólk lék sér eins og börn með bros á vör. Þar stóð yfir kennslustund í Golfkennaraskóla PGA á Íslandi. PGA-kennarnir Magnús Birgisson og Sturla Höskuldsson sáu um kennslustundina þar sem nemendurnir skemmtu sér vel í SNAG golfleikjafræðum.

Alls eru 19 nemendur skráðir í PGA-námið að þessu sinni og aldrei áður hafa jafnmargir nemendur verið í skólanum á sama tíma.

Þetta er fimmti árgangur Golfkennaraskóla PGA á á Íslandi en námið tekur alls þrjú ár.

Í ár eru 10 ár frá því að fyrstu nemendur í Golfkennaraskóla PGA á Íslandi útskrifuðust.

„Það ríkir mikil eftirvænting hjá okkur í PGA á Íslandi varðandi námið í ár. Liðin eru þrjú ár frá því að síðasti kennarahópurinn útskrifaðist,“ segir Ólafur Björn Loftsson framkvæmdastjóri PGA á Íslandi en hann er einn af þeim 19 sem eru í PGA-náminu núna.

Ólafur segir að PGA á Íslandi hafi lagt mikla vinnu í það á undanförnum misserum að uppfæra kennsluskrá sína til þess að uppfylla kröfur PGA í Evrópu um golfkennaranám.

„Það þarf að vinna eftir þeirra stöðlum í ákveðnum þáttum námsins. Með þessum hætti er verið að tryggja að skólinn öðlist alþjóðlega viðurkenningu sem uppfyllir allar kröfur sem endurspegla þarfir golfmarkaðarins,“ segir Ólafur Björn.

Eins og áður segir eru 19 nemendur eru skráðir í skólann og er fyrsta önnin hálfnuð en námið tekur 3 ár. Þetta er stærsti árgangur frá upphafi skólans og ríkir góð stemning í hópnum á meðal nemenda og kennara. Það eru frábær tíðindi fyrir framþróun golfíþróttarinnar að PGA menntuðum golfkennurum á Íslandi haldi áfram að fjölga.

 

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir

GKG auglýsir eftir afreksþjálfara

GKG auglýsir eftir afreksþjálfara frá 1. janúar 2019. Afreksþjálfari gegnir lykilhlutverki í starfi klúbbsins og hefur yfirumsjón með skipulagi, þjálfun og samskiptum við afrekskylfinga í klúbbnum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Reynsla af afreksþjálfun

• Viðurkennt PGA golfkennaranám

• Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

• Geta tjáð sig í ræðu og riti

• Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

Um er að ræða 50-100% starf. Umsóknum skal fylgja greinargóð ferilskrá umsækjenda. Senda skal umsóknir fyrir 1. nóvember á netfangið ulfar@gkg.is.

GKG

Nánari upplýsingar um starfið veitir íþróttastjóri GKG í síma 862 9204 og á netfanginu ulfar@gkg.is.

 

 

 

GKG is hiring an elite coach from 1st January 2019. The elite coach is a key member in the club´s daily functions and is in charge of organizing and training the elite players in the club.

Education and other requirements:

• Accredited PGA education

• Experience with elite coaching

• Strong leadership and organizational skills

• Strong written and verbal skills

• Positive outlook and ability to work well with others

The job will be 50-100%, depending on the individual and how tasks will be allocated. Please send detailed CV´s before 1st November to ulfar@gkg.is.
More details about the job will be given by Úlfar Jónsson at 862 9204 and/or ulfar@gkg.is

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir

Golfkennaraskólinn fer af stað í haust – opið fyrir umsóknir

Golfkennaraskólinn hefst í haust og lýkur að vori 2021. Kennt verður eftir nýju kerfi (European Education Level System) sem hefur verið þróað í nokkur ár af PGA í Evrópu. Námið byggist á þrem þáttum:

  •      Kennsla og þjálfun (Teaching and Coaching)
  •      Golfleikurinn (The Game)
  •      Iðnaðurinn (The Industry)

Hér má finna námsskrá EELS 

Inntökuskilyrði:

  • Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og geta lesið og skrifað á ensku
  • Hámarksforgjöf nemenda er 5,4 fyrir karla og 8,4 fyrir konur
  • Nemendur þurfa að standast spilahæfni PGA golfkennaraskólans (Playing Ability Test). Krafa er gerð að leika tvo hringi í röð á hámark samtals 15 (karlar) eða 20 (konur) yfir SSS vallar, leikið af hvítum (karlar) eða bláum (konur) teigum á mótum samþykktum af skólanefnd PGA (t.d. Eimskipsmótaröðinni).

Námið er þriggja ára lotunám, það hefst í október 2018 og lýkur í maí 2021. Kennt verður í fjórum lotum á önn og fer kennslan ávallt fram föstudegi til sunnudags.

Verð: 1.470.000 (490.000 kr. á ári)

Umsóknarfrestur er til 30. september. Umsókn má finna hér: https://docs.google.com/forms/d/10silkDbBf2tvd-adrkHT0uLgqnk9sSBWex6kn50n9Lw/viewform?edit_requested=true

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Ólafi Birni Loftssyni, framkvæmdastjóra PGA á Íslandi, í gegnum netfangið olafur@pga.is

PGA er alþjóðlegt vörumerki sem stendur fyrir Professional Golfers Association. Námið sem PGA golfkennaraskólinn á Íslandi býður upp á er viðurkennt af PGA í Evrópu og gefur alþjóðleg réttindi.

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir

Haraldur Franklín vann sér inn þátttökurétt á Opna breska!

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hefur unnið sér inn þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu sem fer fram á Carnoustie vellinum í Skotlandi 19.-22. júlí.

Haraldur-S

Haraldur keppti á úrtökumóti í dag á Princes vellinum í Englandi og endaði hann mótið í 2. sæti á 2 höggum undir pari. Einungis þrír kylfingar komust áfram úr mótinu en keppt var samtímis á 4 stöðum í Bretlandi. Tom Lewis frá Englandi endaði efstur á 4 höggum undir pari en hann á að baki einn sigur á Evrópmótaröðinni. Höggi á eftir Haraldi í 3. sæti lenti hinn frægi og sigursæli kylfingur, Retief Goosen frá Suður-Afríku.

Við óskum Haraldi innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur og hlökkum mikið til að fylgjast með honum keppa á móti bestu kylfingum heims eftir hálfan mánuð. Haraldur verður þá fyrstur íslenskra karlkylfinga til að leika á risamóti í golfi!

Posted in Atvinnuspilarar | Lokað fyrir athugasemdir

Stelpugolf fer fram 10. júní í GKG – Annika Sörenstam mætir

Stelpugolf 10. júní 2018

Posted in PGA | Lokað fyrir athugasemdir