PGA á Íslandi setur upp golfskóla á Spáni

PGA setur upp golfskóla á Spáni, mars 2012

-Stórkostlegt tækifæri fyrir hinn almenna kylfing að eyða sex dögum með mörgum af okkar bestu kylfingum-

Golfskólinn er hugsaður bæði fyrir nýbyrjendur sem og þá sem lengra eru komnir. Það verða 4 kylfingar um hvern kennara þannig að gæðin á skólanum eru einstök.

Golfskólinn verður á Costa Ballena og er æfingasvæðið eitt hið besta í Evrópu. Prógrammið er stíft fyrir þá sem hafa metnað fyrir því að ná sem mestri kennslu og spili út úr ferðinni en sveigjanleikinn er jafnframt fyrir hendi fyrir þá sem vilja njóta ferðarinnar og því er skólinn mjög hentugur fyrir hjón.

Völlurinn er 27 holur og punkturinn yfir i-ið er frábær par þrjú völlur sem hentar vel fyrir byrjendur sem og þá sem vilja leggja áherslu á stutta spilið.

Allar nánari upplýsingar er að finna hér ->  Golfskóli útskriftarnema PGA Costa Ballena mars 2012

 

Tögg :

Deila frétt :

Nýlegar fréttir

Let's Join Wih Us

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis pulvinar dapibus.