Samsung mótaröð PGA árið 2015 lokið

Samsung er styrktaraðili Samsung mótaraðar PGA
Samsung er styrktaraðili Samsung mótaraðar PGA

Í dag fór fram lokamótið á Samsung mótaröðinni þetta árið. Leikin voru 5 mót samtals og var fín þáttaka í mótunum. Mótin voru leikin hjá eftirfarandi klúbbum og þökkum við þeim fyrir samstarfið.

  • Golfklúbbur Mosfellsbæjar (Hlíðavöllur)
  • Golfklúbburinn Keilir (Hvaleyrarvöllur)
  • Golfklúbbur Reykjavíkur (Grafarholtsvöllur)
  • Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (Leirdalsvöllur)
  • Golfklúbburinn Oddur (Urriðavöllur)

Í mótinu í dag var hart barist en Birgir Leifur Hafþórsson lék best á 69 höggum. Helstu úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

  1. Birgir Leifur Hafþórsson – 69 högg
  2. Ingi Rúnar Gíslason – 72 högg
  3. Davíð Gunnlaugsson – 72 högg
  4. Hlynur Geir Hjartarson – 73 högg
  5. Úlfar Jónsson – 75 högg

Hvert mót gaf stig á stigalista og að lokum giltu 4 bestu mótin af 5.

Þrjú efstu sæti golfkennara á stigalistanum gáfu svo sæti í liði PGA á International Team Championship sem fram fer á Gloria golfsvæðinu í Tyrklandi í desember.

Lokastaðan á stigalistanum

  1. Hlynur Geir Hjartarson – 4327,5 stig
  2. Þórður Rafn Gissurason – 3858,75 stig
  3. Davíð Gunnlaugsson – 3615 stig
  4. Nökkvi Gunnarsson – 3570 stig
  5. Úlfar Jónsson – 3371,25 stig

Hlynur Geir Hjartarson er stigameistari PGA árið 2015 og óskum við honum innilega til hamingju með það.

Það er því orðið ljóst að golfkennararnir Hlynur Geir, Davíð og Nökkvi skipa lið Íslands í ITC mótinu sem fer fram 8-11. desember í Tyrklandi.

Heildarstaðan á stigalistanum

Upplýsingar um ITC mótið

Tögg :

Deila frétt :

Nýlegar fréttir

Let's Join Wih Us

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis pulvinar dapibus.