Stelpugolf 2015 – 25. maí

Mynd frá Stelpugolfi 2014
Mynd frá Stelpugolfi 2014

Mánudaginn 25. maí verður Stelpugolf haldið á svæði GKG við Vífilsstaði. Stelpugolf var haldið í fyrsta sinn vorið 2014 og tókst afar vel til og vonumst við til að Stelpugolf verði árlegur viðburður.

Frí golfkennsla verður fyrir konur á öllum aldri. Hægt verður að koma hvenær sem er á milli klukkan 10 og 13.

Settar verða upp 5 stöðvar þar sem kennsla verður í hinum ýmsu þáttum leiksins hjá færum PGA golfkennurum. Það er engin nauðsyn að vera allan tíma og vel mögulegt að koma í styttri tíma sem og lengri.

Hvetjum allar konur til þess að taka daginn frá og skella sér í golfkennslu hjá PGA golfkennurum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Hvetjum ykkur til að fylgjast með Stelpugolfi á Facebook með því að smella hér.

Tögg :

Deila frétt :

Nýlegar fréttir

Let's Join Wih Us

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis pulvinar dapibus.