Stjórn PGA hélt sinn fyrsta fund 3. febrúar. Fyrsta verk stjórnarinnar var að skipta með sér verkum og var Sigurpáll Geir Sveinsson endurkjörinn formaður þriðja árið í röð. Að öðru leiti er skipting stjórnar með eftirfarandi hætti: Jón Þorsteinn Hjartason, ritari. Ingi Rúnar Gíslason, mótamál og afreksnefnd GSÍ. Brynjar Eldon, menntamál. Einar Lyng, gjaldkeri og fjáröflun.
Þá var ákveðið að leggja áherslu á að endurtaka Pæjugolfið sem var eitt af útskriftarverkefnum nema í golfkennaraskólanum á síðasta ári. Þetta verkefni er sniðið að því markmiði að auka vægi golfíþróttarinnar sem fjölskylduíþróttar og verður því mikill metnaður lagður í þetta verkefni.